Úrslitin í gær gera jólamánuðinn enn erfiðari fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 09:30 Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima) Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima)
Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira