Fékk gullverðlaunin loksins afhent 908 dögum síðar Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. nóvember 2019 07:30 Ásdís með gullverðlaunin um hálsinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Mynd/ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fékk í vikunni gullverðlaunin í kúluvarpi fyrir Smáþjóðaleikana 2017, 908 dögum eftir að keppni lauk. Ásdís, sem er þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, hlaut silfurverðlaun á sínum tíma og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Gavriella Fella frá Kýpur en Fella féll á lyfjaprófi og var Ásdísi því úrskurðaður sigur. Með því féll met Fella einnig úr gildi en hún átti besta kast í sögu kúluvarps kvenna á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í San Marínó. Það þýðir einnig að Thelma Kristjánsdóttir náði fjórða sætinu í kúluvarpinu en hana vantaði tæpan metra til að ná í verðlaunasæti. Fella átti besta kastið í San Marínó þegar hún kastaði 15,81 metra en besta kast Ásdísar var 15,39 metrar. Ásdís hefur tekið miklum framförum í kúluvarpi á síðustu árum og bætti fyrr á þessu ári 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún átti kast upp á 16,53 metra. Þá á Ásdís einnig Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss sem er 15,96 metrar. Ásdís vann því tvöfalt á Smáþjóðaleikunum eftir að hafa unnið öruggan sigur í spjótkastinu en hún var stödd hér á landi til að halda erindi í Afreksbúðum ÍSÍ þar sem hún sagði frá ferli sínum. ÍSÍ nýtti því tækifærið til að afhenda Ásdísi gullverðlaunin eftir að henni var tilkynnt fyrr á árinu að henni hefði verið úrskurðaður sigur í San Marínó. „Ég fékk að vita af þessu fyrr á árinu og það stóð til að afhenda mér þessi verðlaun fyrr en þetta hentaði vel enda var ég að halda fyrirlestur hjá ÍSÍ. Það var í sumar sem ég sendi silfurverðlaunin aftur heim til Íslands til þess að þau gætu farið til stelpunnar sem lenti í þriðja sæti,“ sagði Ásdís sem býr og æfir í Svíþjóð. „Þetta er auðvitað langt ferli, ef það finnst eitthvert efni þarf að rannsaka það betur og ég veit ekki hvort hún neitaði sök en þetta er auðvitað ekki í lagi. Það á ekki að komast upp með þetta og það er auðvitað grafalvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi. Það þarf að taka harkalega á þessum málum þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum.“ Gullverðlaunin voru Ásdísi kærkomin enda í fyrsta sinn sem hún vinnur til gullverðlauna á erlendri grund í annarri íþrótt en spjótkasti. Hún hefur um árabil verið ein fremsta frjálsíþróttamanneskja landsins og stefnir á fjórðu Ólympíuleikana í röð í Tókýó næsta sumar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn til gullverðlauna í alþjóðlegu móti í annarri íþróttagrein en spjótkasti. Ég hef fengið silfurverðlaun í kringlukasti á Smáþjóðaleikunum og bronsverðlaun í kúluvarpi á NM unglinga en þetta var fyrsti sigurinn. Þetta er ákveðinn áfangi á ferlinum sem ég er stolt af.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fékk í vikunni gullverðlaunin í kúluvarpi fyrir Smáþjóðaleikana 2017, 908 dögum eftir að keppni lauk. Ásdís, sem er þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, hlaut silfurverðlaun á sínum tíma og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Gavriella Fella frá Kýpur en Fella féll á lyfjaprófi og var Ásdísi því úrskurðaður sigur. Með því féll met Fella einnig úr gildi en hún átti besta kast í sögu kúluvarps kvenna á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í San Marínó. Það þýðir einnig að Thelma Kristjánsdóttir náði fjórða sætinu í kúluvarpinu en hana vantaði tæpan metra til að ná í verðlaunasæti. Fella átti besta kastið í San Marínó þegar hún kastaði 15,81 metra en besta kast Ásdísar var 15,39 metrar. Ásdís hefur tekið miklum framförum í kúluvarpi á síðustu árum og bætti fyrr á þessu ári 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún átti kast upp á 16,53 metra. Þá á Ásdís einnig Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss sem er 15,96 metrar. Ásdís vann því tvöfalt á Smáþjóðaleikunum eftir að hafa unnið öruggan sigur í spjótkastinu en hún var stödd hér á landi til að halda erindi í Afreksbúðum ÍSÍ þar sem hún sagði frá ferli sínum. ÍSÍ nýtti því tækifærið til að afhenda Ásdísi gullverðlaunin eftir að henni var tilkynnt fyrr á árinu að henni hefði verið úrskurðaður sigur í San Marínó. „Ég fékk að vita af þessu fyrr á árinu og það stóð til að afhenda mér þessi verðlaun fyrr en þetta hentaði vel enda var ég að halda fyrirlestur hjá ÍSÍ. Það var í sumar sem ég sendi silfurverðlaunin aftur heim til Íslands til þess að þau gætu farið til stelpunnar sem lenti í þriðja sæti,“ sagði Ásdís sem býr og æfir í Svíþjóð. „Þetta er auðvitað langt ferli, ef það finnst eitthvert efni þarf að rannsaka það betur og ég veit ekki hvort hún neitaði sök en þetta er auðvitað ekki í lagi. Það á ekki að komast upp með þetta og það er auðvitað grafalvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi. Það þarf að taka harkalega á þessum málum þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum.“ Gullverðlaunin voru Ásdísi kærkomin enda í fyrsta sinn sem hún vinnur til gullverðlauna á erlendri grund í annarri íþrótt en spjótkasti. Hún hefur um árabil verið ein fremsta frjálsíþróttamanneskja landsins og stefnir á fjórðu Ólympíuleikana í röð í Tókýó næsta sumar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn til gullverðlauna í alþjóðlegu móti í annarri íþróttagrein en spjótkasti. Ég hef fengið silfurverðlaun í kringlukasti á Smáþjóðaleikunum og bronsverðlaun í kúluvarpi á NM unglinga en þetta var fyrsti sigurinn. Þetta er ákveðinn áfangi á ferlinum sem ég er stolt af.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Sjá meira