Connolly hefur í ráðgjöf sinni tengt saman frammistöðuvísindi og afreksíþróttir og hefur mikla reynslu sem ráðgjafi stjórnenda sem vilja hámarksárangur. Hann er höfundur metsölubókanna 59 Lessons og Game Changer.
Fyrirlesturinn leiðir gesti gegnum sögu sigra í hópíþróttum ásamt því að fjalla um hvað er framundan. Meðal annars verður fjallað um:
Sögu nýjunga í hópíþróttum
Stöðuna í dag – hvað virkar og hvað ekki
Hvaða hluti þurfum við sem þjálfarar að þróa betur?
Hvað getum við lært af öðrum greinum atvinnulífsins?
Hvað eru staðreyndir og hvað er tilbúningur þegar kemur að íþróttum og sigrum?
Fundinum er streymt og má nálgast streymið hér að neðan.