Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2019 12:00 Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar. Vísir/Getty Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW), Fernando Arias, stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi. Meðal annars snúast ásakanirnar um magn klórefna sem fundust á vettvangi og það hvort þau hafi komið úr tilteknum hylkjum. Stundin fjallaði um tölvupóstinn umrædda í samstarfi við Wikileaks.Tölur um látna í árásinni á Douma hafa verið á reiki en þeir voru minnst 40. Árásin leiddi til þess að Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir gegn stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Það var önnur árás Bandaríkjanna á stjórnarherinn vegna efnavopnaáráa. Sú fyrri var gerð um ári áður vegna árásarinnar á Khal Sheikhoun, þar sem tugir almennra borgara og þar af mörg börn létu lífið.Rannsakendum OPCW var ekki veittur aðgangur að vettvangi árásarinnar fyrr en rúmum tveimur vikum eftir að hún var gerð. Arias sagði á ársfundi OPCW í Haag á mánudaginn að eðli ítarlegra rannsókna fæli í sér að meðlimir rannsóknarnefnda komi mismunandi skoðunum sínum á framfæri. „Þó hluti þessara fjölbreyttu skoðana sé enn í umræðunni, vil ég ítreka að ég stend við óháða og faglega niðurstöðu [rannsóknarinnar],“ sagði Arias. Samkvæmt Guardian lýstu sendiherrar Frakka og Breta sömuleiðis yfir stuðningi við skýrsluna.Áðurnefndur tölvupóstur er dagsettur 22. júní 2018. OPCW birti fyrstu skýrsluna um Douma þann 6. júlí 2018 og hún innihélt bráðabirgðaniðurstöður rannsakenda. Heildarskýrslan var svo birt 1. mars á þessu ári.Segja skýrsluna afbaka sannleikann Alexander Shulgin, sendiherra Rússa gagnvart OPCW, sagði hins vegar að tölvupósturinn, sem birtur var af Wikileaks degi fyrir upphaf ársfundarins, væri til marks um að skýrslan hefði verið notuð til að afbaka sannleikann. Rússar hafa sömuleiðis haldið því fram að vestræn ríki væru að beita OPCW til að koma reyna að rétta yfir Assad vegna notkunar efnavopna í Sýrlandi. Í fyrra var OPCW veitt sú heimild að ekki eingöngu komast að því hvort efnavopnum hafi verið beitt í atvikum til rannsóknar hjá stofnunni, heldur einnig til að ákvarða hverjir hefðu beitt vopnunum. Rússar hafa mótmælt því harðlega og hótað að koma í veg fyrir samþykkt fjárlaga stofnunarinnar fyrir næsta ár. Ríkisstjórn Sýrlands hefur um árabil haldið því fram að efnavopnaárásir hafi verið sviðsettar þar í landi. Rússar hafa gert það sömuleiðis og beitt áróðursmaskínum sínum í þeim tilgangi að hreinsa Assad sök af þeim fjölmörgu efnavopnaárásum sem taldar eru hafa verið gerðar í Sýrlandi. Þar að auki hafa Rússar beitt neitunarvaldi sínu ítrekað til að vernda Assad gegn Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch héldu því til dæmis fram í fyrra að frá 2013 til 2018 hafi stjórnarherinn gert minnst 85 efnavopnaárásir í Sýrlandi. Þá hafa bæði OPCW og Sameinuðu þjóðirnar komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum eins og saríngasi gegn almennum borgurum. Leyniþjónustur vestrænna ríkja komust sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að stjórnarherin hafi beitt efnavopnum gegn Douma.Frá Douma í kjölfar árásarinnar.Vísir/GettyÍ október 2013 var gerð versta efnavopnaárás Sýrlands en hún beindist gegn nokkrum skotmörkum í Ghouta. Enn liggur ekki fyrir hve margir dóu í þeirri árás en læknar á svæðinu, sem studdir voru af Læknum án landamæra, sögðu fórnarlömbin minnst þúsund og þar að auki hafi þúsundir til viðbótar særst.Sökuðu Rússa um tölvuárásir gegn OPCW Yfirvöld Hollands sökuðu í fyrra rússneska útsendara um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi OPCW. Myndir voru birtar af fjórum mönnum sem sagðir voru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraÁ þeim tíma sem mennirnir voru gómaðir voru starfsmenn stofnunarinnar bæði að rannsaka árásina á Douma og Skripa-eitrunina, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum. Rússar neituðu sök og sögðu Hollendinga ekki hafa nein sönnunargögn, þrátt fyrir að umfangsmikil sönnunargögn hafi verið opinberuð. Á þeim tíma kom fram í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London að um alþjóðasamsæri gegn Rússlandi væri að ræða. Eftir árásina í Douma héldu Rússar því lengi fram að árásin hafi verið sviðsett af Hvítu hjálmunum svokölluðu, sem hafa lengi orðið fyrir barðinu á áróðursmaskínu Rússlands. Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaÁ fundi OPCW í fyrra fluttu Rússar þó 17 Sýrlendinga til Hollands sem héldu því fram að engin árás hefði átt sér stað. Þess í stað, sögðu Sýrlendingarnir, sem sagðir voru vera læknar og hjúkrunarfræðingar og voru umkringdir sýrlenskum og rússneskum embættismönnum, að allt það fólk sem hafi tilkynnt öndunarörðugleika hafi verið í óðagoti. Í raun hafi verið um þykkan reyk að ræða sem hafi haft þessi áhrif. Þar að auki hafi rannsóknir á fólkinu leitt í ljós að þau hafi ekki orðið fyrir efnavopnum. Philippe Lalliot, sendiherra Frakka á þeim tíma, sagði að þetta „ógeðfellda grímuball“ á vegum ríkisstjórnar Sýrlands kæmi ekki á óvart. Holland Rússland Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW), Fernando Arias, stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi. Meðal annars snúast ásakanirnar um magn klórefna sem fundust á vettvangi og það hvort þau hafi komið úr tilteknum hylkjum. Stundin fjallaði um tölvupóstinn umrædda í samstarfi við Wikileaks.Tölur um látna í árásinni á Douma hafa verið á reiki en þeir voru minnst 40. Árásin leiddi til þess að Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir gegn stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Það var önnur árás Bandaríkjanna á stjórnarherinn vegna efnavopnaáráa. Sú fyrri var gerð um ári áður vegna árásarinnar á Khal Sheikhoun, þar sem tugir almennra borgara og þar af mörg börn létu lífið.Rannsakendum OPCW var ekki veittur aðgangur að vettvangi árásarinnar fyrr en rúmum tveimur vikum eftir að hún var gerð. Arias sagði á ársfundi OPCW í Haag á mánudaginn að eðli ítarlegra rannsókna fæli í sér að meðlimir rannsóknarnefnda komi mismunandi skoðunum sínum á framfæri. „Þó hluti þessara fjölbreyttu skoðana sé enn í umræðunni, vil ég ítreka að ég stend við óháða og faglega niðurstöðu [rannsóknarinnar],“ sagði Arias. Samkvæmt Guardian lýstu sendiherrar Frakka og Breta sömuleiðis yfir stuðningi við skýrsluna.Áðurnefndur tölvupóstur er dagsettur 22. júní 2018. OPCW birti fyrstu skýrsluna um Douma þann 6. júlí 2018 og hún innihélt bráðabirgðaniðurstöður rannsakenda. Heildarskýrslan var svo birt 1. mars á þessu ári.Segja skýrsluna afbaka sannleikann Alexander Shulgin, sendiherra Rússa gagnvart OPCW, sagði hins vegar að tölvupósturinn, sem birtur var af Wikileaks degi fyrir upphaf ársfundarins, væri til marks um að skýrslan hefði verið notuð til að afbaka sannleikann. Rússar hafa sömuleiðis haldið því fram að vestræn ríki væru að beita OPCW til að koma reyna að rétta yfir Assad vegna notkunar efnavopna í Sýrlandi. Í fyrra var OPCW veitt sú heimild að ekki eingöngu komast að því hvort efnavopnum hafi verið beitt í atvikum til rannsóknar hjá stofnunni, heldur einnig til að ákvarða hverjir hefðu beitt vopnunum. Rússar hafa mótmælt því harðlega og hótað að koma í veg fyrir samþykkt fjárlaga stofnunarinnar fyrir næsta ár. Ríkisstjórn Sýrlands hefur um árabil haldið því fram að efnavopnaárásir hafi verið sviðsettar þar í landi. Rússar hafa gert það sömuleiðis og beitt áróðursmaskínum sínum í þeim tilgangi að hreinsa Assad sök af þeim fjölmörgu efnavopnaárásum sem taldar eru hafa verið gerðar í Sýrlandi. Þar að auki hafa Rússar beitt neitunarvaldi sínu ítrekað til að vernda Assad gegn Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch héldu því til dæmis fram í fyrra að frá 2013 til 2018 hafi stjórnarherinn gert minnst 85 efnavopnaárásir í Sýrlandi. Þá hafa bæði OPCW og Sameinuðu þjóðirnar komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum eins og saríngasi gegn almennum borgurum. Leyniþjónustur vestrænna ríkja komust sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að stjórnarherin hafi beitt efnavopnum gegn Douma.Frá Douma í kjölfar árásarinnar.Vísir/GettyÍ október 2013 var gerð versta efnavopnaárás Sýrlands en hún beindist gegn nokkrum skotmörkum í Ghouta. Enn liggur ekki fyrir hve margir dóu í þeirri árás en læknar á svæðinu, sem studdir voru af Læknum án landamæra, sögðu fórnarlömbin minnst þúsund og þar að auki hafi þúsundir til viðbótar særst.Sökuðu Rússa um tölvuárásir gegn OPCW Yfirvöld Hollands sökuðu í fyrra rússneska útsendara um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi OPCW. Myndir voru birtar af fjórum mönnum sem sagðir voru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraÁ þeim tíma sem mennirnir voru gómaðir voru starfsmenn stofnunarinnar bæði að rannsaka árásina á Douma og Skripa-eitrunina, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum. Rússar neituðu sök og sögðu Hollendinga ekki hafa nein sönnunargögn, þrátt fyrir að umfangsmikil sönnunargögn hafi verið opinberuð. Á þeim tíma kom fram í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London að um alþjóðasamsæri gegn Rússlandi væri að ræða. Eftir árásina í Douma héldu Rússar því lengi fram að árásin hafi verið sviðsett af Hvítu hjálmunum svokölluðu, sem hafa lengi orðið fyrir barðinu á áróðursmaskínu Rússlands. Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaÁ fundi OPCW í fyrra fluttu Rússar þó 17 Sýrlendinga til Hollands sem héldu því fram að engin árás hefði átt sér stað. Þess í stað, sögðu Sýrlendingarnir, sem sagðir voru vera læknar og hjúkrunarfræðingar og voru umkringdir sýrlenskum og rússneskum embættismönnum, að allt það fólk sem hafi tilkynnt öndunarörðugleika hafi verið í óðagoti. Í raun hafi verið um þykkan reyk að ræða sem hafi haft þessi áhrif. Þar að auki hafi rannsóknir á fólkinu leitt í ljós að þau hafi ekki orðið fyrir efnavopnum. Philippe Lalliot, sendiherra Frakka á þeim tíma, sagði að þetta „ógeðfellda grímuball“ á vegum ríkisstjórnar Sýrlands kæmi ekki á óvart.
Holland Rússland Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira