Slæst við draug skömmu fyrir opnun Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 11:31 Hópurinn sem er að gera upp nýjan skemmtistað við Hverfisgötu óttast nú að draugur sem fylgir húsinu kunni að gera óskunda. fbl/ernir „Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Sjá meira
„Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Sjá meira
Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00