Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Málfundurinn fer fram í stofu 101 á Háskólatorgi. Vísir/Hanna Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín. Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira