Skoðun

Blankur og brottvísaður

Derek Terell Allen skrifar

Vitið þið um störf í boði? Fyrir erlenda námsmenn? Sem tala ófullkomna íslensku en eru að læra? Sem bjóða upp á 200.000kr. á mánuð? Fyrir eingöngu 15 klukkustundir af vinnu vikulega? Þar sem atvinnurekendurnir eru til í að bíða upp að 90 eða fleiri daga svo að viðkomandi geti loksins unnið? 



Við vitum vel að slík störf eru ekki til, en erlendir nemar, einkum þeir sem utan Evrópska Efnahagsvæðisins koma, þurfa einhvern veginn að finna þau. 



Þessar pælingar koma í ljósi umræðna um nýtt námslánafrumvarp sem hafa tekið sér stað nýlega. Hvað sem það kallast Lánasjóð Íslenskra Námsmanna eða Menntasjóð Námsmanna, umræðan um sjóðinn er sjóðandi heit meðal íslenskra háskólanema. Sem fulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands hef ég verið að drukkna í tali af vöxtum, styrkjum, og verðtryggingum. En sem bandarískur ríkisborgari þýðir allt þetta tiltölulega lítið fyrir mig þar sem ég á ekki rétt að námslánum vegna þjóðerni minnar. Öll þau sem eru ekki íslenskir ríkisborgarar, með fáeinum undantekningum, eru á sama báti. 



Þótt að aðgengi okkar útlendinga að fjárhagslegri aðstoð sé takmarkað er ætlast samt til af okkur að hafa nægilegan mikinn pening á milli handa samkvæmt reglugerðum. Það sem ég á við með nægilegum miklum peningi er að minnsta kosti 189.875kr. á mánuð. En bíddu! Þessi tala mun örugglega hækka innan árs. Og það mun tilkynna breytinguna aðeins 5-6 vikur áður en það þarf að endurnýja sex mánaða dvalarleyfi þar sem nauðsynlegt er að sanna að komið er með 100.000 auka krónur sem duttu úr himninum. Það má ekki tvær fullar vaktir í viku, nei nei. Ekki einu sinni hugsa um að hefja starfið áður en umsóknin fyrir atvinnuleyfi er komin í gegn eftir hvað getur verið þrjá mánuði (eða fleiri sé vilji til að brjóta lögum, sem er til staðar því miður oftara en við erlendir nemar viljum). 



Félagar mínir í ráðinu voru alltaf í hneykslu þegar þeim var sagt frá öllu þessu. Hins vegar hafði þessi hneyskla næstum ávallt verið fylgt af viðbrögðum sem þú myndir gefa barni þegar það kvartar um litlan marblett. 



 „Æji, nei. Það er ekki gott!“



Og svo var haldið áfram að ræða vaxtakjör eða niðurfellingu. 



Þangað til mjög nýlega hefur upplifun mín í þessari umræðu einkennist af útilokun og svartsýni. Þetta breyttist 21. nóvember þegar Stúdentaráð Háskóla Íslands samþykkti tillögu bókuð af mér og Jónu Þóreyju Pétursdóttur, forseti ráðsins. Tillagan lýsir möguleikanum sem við HÍ liggur að veita erlendum nemum styrki til þess að aðstoða þá nema sem eru að upplifa fjárhagslega erfiðleika. Skoðun á þessum möguleika er heppilega á ferli og vonandi kemur eitthvað jákvætt úr þessu.



Margar eru spurningarnar sem umkringja þetta mál. Er hægt að aðstoða erlenda nema? Hvaðan myndi þessir peningar koma? Hvernig væri hægt að semja við íslenska háskóla, Útlendingastofnun, Alþingi, og aðra aðila sem gegna hlutverki í þessu? 



Ég er ekki viss hver réttu svörin eru, en ég veit vissulega að svör eru til og þar af leiðandi eru „Nei“ og „Ég veit það ekki“ ekki lengur ásættanleg svör. Það vantar aðgerðir og það vantar aðgerðir núna. Þúsundir erlendra nema koma til landsins til að læra tungumálið, vinna, og annars leggja eitthvað gott fram við þetta frábært Frón. Það er löngu tímabært að gefa þessum stúdentum eitthvað annað en brottvísunarbréf. 



Og ef þú ert að velta það fyrir þér, já, ég skrifaði þennan pistil á íslensku sjálfur. 



Höfundur situr í stúdentaráði fyrir hönd Vöku




Skoðun

Sjá meira


×