Er fólk bara tölur? Þröstur Friðfinnsson skrifar 25. nóvember 2019 10:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VI.Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. Það snýst um einstaklinga, um lífsgæði, um samfellu byggðar í landinu og ekki síst um virðingu. Virðingu fyrir fólki, virðingu fyrir sögu, virðingu fyrir rétti einstaklinga, sjálfsvirðingu samfélaga. Að treysta ekki íbúum til að hafa sjálfir vit á hvort rétt sé að sameina þeirra sveitarfélag öðru er hrokafullt virðingarleysi. Markmið þingsályktunartillögu um sveitarfélög fara ágætlega saman með sýn íbúa um bjartari framtíð, því er þessi valdhroki óþarfur og skaðlegur. Þó Tjörnesingar séu ekki fjölmennt samfélag, eru þar sterkar hefðir. Þar býr fólk sem í áratugi hefur af óeigingirni og fyrir lítið endurgjald, unnið heilshugar fyrir sitt samfélag. Sýnt ráðdeild í rekstri og vel kunnað sínum fótum forráð. Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á þjónustu við íbúa, hvort sem hún hefur verið aðkeypt eða veitt af því sjálfu. Íbúar hafa lifað sáttir við sitt fyrirkomulag, það hefur að heldur ekki verið baggi á nágrönnum eða þjóðinni í heild. Tjörnesingar eru ekki margir, en þeir eru einstaklingar, Íslendingar, og hreint ekki ómerkilegri en aðrir. Þegar talað er um smærri sveitarfélög sem tölur, án þess að gæta að því að á bak við þær tölur er lifandi fólk, er því sýnd bæði óvirðing og hroki. Einn megin styrkleiki smárra samfélaga er samheldni. Kraftur og vilji til að hlaupa undir bagga þegar þörf er á, lítil krafa um mikla veraldlega umbun fyrir. Það eru margvísleg lífsgæði fólgin í búsetu í litlum samfélögum, s.s. nálægð við náttúru og auðlindir til lands og sjávar. Persónuleg tengsl milli íbúa eru sterk og félagsauður mikill og langvarandi. Ekki skyldi vanmeta þeirra framlag til okkar þjóðfélags, hvort sem horft er til mannauðs eða veraldlegs. Fjölbreytni í samfélagsgerð og búsetukostum er einn af styrkleikum okkar góða lands. Við megum ekki sóa þeim fjölbreytileika og þvinga byggðir allar til sömu hátta. Þó óbyggðir heilli marga, er landið þó mun meira virði þar sem byggðin er blómleg og margvísleg. Því ber að virða samfélögin, söguna og hlúa að fjölbreyttri búsetu til framtíðar. Lífsgæði mælast ekki bara í krónum og aurum, hið stóra er ekki endilega betra eða rétthærra en hið smáa. Eitt fegursta blóm sem á Íslandi vex er Gleym-mér-ei, um það trúi ég að fleiri séu mér sammála. Hún er ekki hrópandi á torgum, gnæfir ekki yfir, en hún á samt sinn sess og sína stöðu í okkar flóru. Með tali um að taka sjálfsákvörðunarrétt af íbúum minni sveitarfélaga með einu pennastriki, er sótt að réttindum þeirra, sjálfsvirðingu og hreinlega lífshamingju. Harkaleg stefna yfirvalda kemur sem köld hrokafull vatnsgusa í andlit þúsunda sem eru sátt við sitt nærsamfélag. Sem eru stolt af sínu byggðarlagi, sögu þess og stöðu, sem hafa hingað til getað horft bjartsýn til framtíðar. Óvarlegt tal þar sem ekki er skeytt um rök eða sannindi, tekur á íbúa margra minni sveitarfélaga. Það brýtur niður sjálfsmynd, það veikir vilja til góðra verka fyrir samfélagið og dregur bjartsýni og þrótt úr þessum samfélögum. Þetta gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögu um framtíð sveitarfélagastigsins. Þar er talað um sveitarfélögin sem hornstein lýðræðis og um styrkingu hinna dreifðu byggða til framtíðar. Ég skora á ráðamenn að láta af hrokafullu tali um tölur, þar sem ekki er skeytt um að á bak við þær er lifandi fólk með tilfinningar. Fólk sem hefur rétt til að vera fullgildir þegnar í samfélagi okkar, með sama rétt og hver annar til að hafa áhrif á sína framtíð og sinna byggðarlaga. Lýðræðið endar ekki við einhverja órökstudda tölu, það á að vera allra.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VI.Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. Það snýst um einstaklinga, um lífsgæði, um samfellu byggðar í landinu og ekki síst um virðingu. Virðingu fyrir fólki, virðingu fyrir sögu, virðingu fyrir rétti einstaklinga, sjálfsvirðingu samfélaga. Að treysta ekki íbúum til að hafa sjálfir vit á hvort rétt sé að sameina þeirra sveitarfélag öðru er hrokafullt virðingarleysi. Markmið þingsályktunartillögu um sveitarfélög fara ágætlega saman með sýn íbúa um bjartari framtíð, því er þessi valdhroki óþarfur og skaðlegur. Þó Tjörnesingar séu ekki fjölmennt samfélag, eru þar sterkar hefðir. Þar býr fólk sem í áratugi hefur af óeigingirni og fyrir lítið endurgjald, unnið heilshugar fyrir sitt samfélag. Sýnt ráðdeild í rekstri og vel kunnað sínum fótum forráð. Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á þjónustu við íbúa, hvort sem hún hefur verið aðkeypt eða veitt af því sjálfu. Íbúar hafa lifað sáttir við sitt fyrirkomulag, það hefur að heldur ekki verið baggi á nágrönnum eða þjóðinni í heild. Tjörnesingar eru ekki margir, en þeir eru einstaklingar, Íslendingar, og hreint ekki ómerkilegri en aðrir. Þegar talað er um smærri sveitarfélög sem tölur, án þess að gæta að því að á bak við þær tölur er lifandi fólk, er því sýnd bæði óvirðing og hroki. Einn megin styrkleiki smárra samfélaga er samheldni. Kraftur og vilji til að hlaupa undir bagga þegar þörf er á, lítil krafa um mikla veraldlega umbun fyrir. Það eru margvísleg lífsgæði fólgin í búsetu í litlum samfélögum, s.s. nálægð við náttúru og auðlindir til lands og sjávar. Persónuleg tengsl milli íbúa eru sterk og félagsauður mikill og langvarandi. Ekki skyldi vanmeta þeirra framlag til okkar þjóðfélags, hvort sem horft er til mannauðs eða veraldlegs. Fjölbreytni í samfélagsgerð og búsetukostum er einn af styrkleikum okkar góða lands. Við megum ekki sóa þeim fjölbreytileika og þvinga byggðir allar til sömu hátta. Þó óbyggðir heilli marga, er landið þó mun meira virði þar sem byggðin er blómleg og margvísleg. Því ber að virða samfélögin, söguna og hlúa að fjölbreyttri búsetu til framtíðar. Lífsgæði mælast ekki bara í krónum og aurum, hið stóra er ekki endilega betra eða rétthærra en hið smáa. Eitt fegursta blóm sem á Íslandi vex er Gleym-mér-ei, um það trúi ég að fleiri séu mér sammála. Hún er ekki hrópandi á torgum, gnæfir ekki yfir, en hún á samt sinn sess og sína stöðu í okkar flóru. Með tali um að taka sjálfsákvörðunarrétt af íbúum minni sveitarfélaga með einu pennastriki, er sótt að réttindum þeirra, sjálfsvirðingu og hreinlega lífshamingju. Harkaleg stefna yfirvalda kemur sem köld hrokafull vatnsgusa í andlit þúsunda sem eru sátt við sitt nærsamfélag. Sem eru stolt af sínu byggðarlagi, sögu þess og stöðu, sem hafa hingað til getað horft bjartsýn til framtíðar. Óvarlegt tal þar sem ekki er skeytt um rök eða sannindi, tekur á íbúa margra minni sveitarfélaga. Það brýtur niður sjálfsmynd, það veikir vilja til góðra verka fyrir samfélagið og dregur bjartsýni og þrótt úr þessum samfélögum. Þetta gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögu um framtíð sveitarfélagastigsins. Þar er talað um sveitarfélögin sem hornstein lýðræðis og um styrkingu hinna dreifðu byggða til framtíðar. Ég skora á ráðamenn að láta af hrokafullu tali um tölur, þar sem ekki er skeytt um að á bak við þær er lifandi fólk með tilfinningar. Fólk sem hefur rétt til að vera fullgildir þegnar í samfélagi okkar, með sama rétt og hver annar til að hafa áhrif á sína framtíð og sinna byggðarlaga. Lýðræðið endar ekki við einhverja órökstudda tölu, það á að vera allra.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun