Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 21:00 Kosningabaráttan er á lokametrunum og það er sigling á Panduleni Itula. AP/Sonja Smith Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. Frá því að Namibía varð sjálfstætt ríki hefur frambjóðandi SWAPO-flokksins ávallt unnið forsetakosningarnar. Næstkomandi þriðjudag fara forseta- og þingkosningar fram í Namibía. Yfirleitt eru úrslitin nánast fyrirfram ráðin í kosningum en SWAPO-flokkurinn hefur farið með völd í landinu frá því að það varð sjálfstætt árið 1990. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 80 prósent atkvæða í þingkosningunum. Sitjandi forseti, Hage Geingob, hlaut 87 prósenta fylgi í forsetakosningunum.Ekki í jafn sterkri stöðu og áður En nú mun mögulega draga til tíðinda en í umfjöllun Associated Press, sem meðal annars er birt á vef New York Times, kemur fram að vegna mikils atvinnuleysis í landinu og Samherjamálsins, sé SWAPO-flokkurinn ekki í jafn sterkri stöðu og áður.Reyndar er fastlega gert ráð fyrir að SWAPO-flokkurinn muni halda meirihluta sínum á þingi en talið er mögulegt að forsetakosningarnar geti orðið spennandi vegna framboðs úr óvæntri átt.Hage Geingob, forseti Namibíu.EPA/NIC BOTHMATannlæknir sem er óháður en samt meðlimur í SWAPO Tannlæknirinn Panduleni Itula býður sig fram sem óháður frambjóðandi þrátt fyrir að vera meðlimur í SWAPO-flokknum. Búist er við að hann muni taka til sín þónokkurn hluta atkvæða sem alla jafna myndu falla í skaut forsetaframbjóða SWAPO-flokksins, hins sitjandi forseta, Geingob.Itula hefur heitið því að berjast gegn spillingu, sem er í brennidepli í aðdraganda kosninganna, vegna Samherjamálsins. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Geingob, meðlimir í SWAPO-flokknum hafa sagt af sér vegna málsins. Þá vill Itula einnig berjast gegn atvinnuleysi, sem samkvæmt frétt AP virðist vera helsta kosningamálið.46 prósent ungs fólks í Namibíu er atvinnulaust og streymi ungt fólk á kjörstað er talið mögulegt að Itula geti jafnvel náð forsetastólnum af Geingob. Þannig herma óstaðfestar fregnir af bráðabirgðatalningu utankjörfundaratkvæða hermanna og starfsmanna sendiráða að Geingob og Itula séi hnífjafnir.„Itula er holdgervingur óánægju ungu kynslóðarinnar og ákveðna afla innan SWAPO flokksins,“ segir stjórnmálaskýrandinn Henning Melber um kosningarnar. „Það að hann bjóði sig fram sem óháður frambjóðandi en haldi áfram að vera meðlimur SWAPO-flokksins er áhugaverð þversögn“. Stuðningsmenn Itula eru víða.AP/Sonja Smith.Skiptar skoðanir um hvort Samherjamálið hafi teljandi áhrif Annar stjórnmálaskýrandi segir líklegt að aldrei þessu vant muni unga kynslóðin í Namíbíu mæta á kjörstað.„Ef það gerist eru það góðar fréttir fyrir Itula en slæmar fréttir fyrir Geingob,“ segir Ndumba Kamwanyah.Mikið hefur verið fjallað um Samherjamálið í namibískum fjölmiðlum. Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks og einn af þeim sem vann umfjöllunina um málið er nýkominn heim frá Namibíu þar sem hann var að fylgjast með gangi mála í Namibíu.Í Silfrinu í dag sagði Helgiað mikil ólga væri í landinu vegna málsins.Í frétt AP er haft eftir Graham Hopwood, framkvæmdastjóra Rannsóknarseturs stjórnsýslumála í Namibíu að atvinnuleysi í Namibíu yrði stærsta kosningamálið. Ólíklegt væri hins vegar að Samherjamálið myndi hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna, þar sem stærstur hluti kjósenda hafi þegar verið búinn að ákveða sig þegar málið kom upp.Kosningarnar verða sem fyrr segir haldnar á þriðjudaginn en umfjöllun AP má lesa hér. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Esau laus úr haldi lögreglu Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum. 24. nóvember 2019 15:21 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. Frá því að Namibía varð sjálfstætt ríki hefur frambjóðandi SWAPO-flokksins ávallt unnið forsetakosningarnar. Næstkomandi þriðjudag fara forseta- og þingkosningar fram í Namibía. Yfirleitt eru úrslitin nánast fyrirfram ráðin í kosningum en SWAPO-flokkurinn hefur farið með völd í landinu frá því að það varð sjálfstætt árið 1990. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 80 prósent atkvæða í þingkosningunum. Sitjandi forseti, Hage Geingob, hlaut 87 prósenta fylgi í forsetakosningunum.Ekki í jafn sterkri stöðu og áður En nú mun mögulega draga til tíðinda en í umfjöllun Associated Press, sem meðal annars er birt á vef New York Times, kemur fram að vegna mikils atvinnuleysis í landinu og Samherjamálsins, sé SWAPO-flokkurinn ekki í jafn sterkri stöðu og áður.Reyndar er fastlega gert ráð fyrir að SWAPO-flokkurinn muni halda meirihluta sínum á þingi en talið er mögulegt að forsetakosningarnar geti orðið spennandi vegna framboðs úr óvæntri átt.Hage Geingob, forseti Namibíu.EPA/NIC BOTHMATannlæknir sem er óháður en samt meðlimur í SWAPO Tannlæknirinn Panduleni Itula býður sig fram sem óháður frambjóðandi þrátt fyrir að vera meðlimur í SWAPO-flokknum. Búist er við að hann muni taka til sín þónokkurn hluta atkvæða sem alla jafna myndu falla í skaut forsetaframbjóða SWAPO-flokksins, hins sitjandi forseta, Geingob.Itula hefur heitið því að berjast gegn spillingu, sem er í brennidepli í aðdraganda kosninganna, vegna Samherjamálsins. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Geingob, meðlimir í SWAPO-flokknum hafa sagt af sér vegna málsins. Þá vill Itula einnig berjast gegn atvinnuleysi, sem samkvæmt frétt AP virðist vera helsta kosningamálið.46 prósent ungs fólks í Namibíu er atvinnulaust og streymi ungt fólk á kjörstað er talið mögulegt að Itula geti jafnvel náð forsetastólnum af Geingob. Þannig herma óstaðfestar fregnir af bráðabirgðatalningu utankjörfundaratkvæða hermanna og starfsmanna sendiráða að Geingob og Itula séi hnífjafnir.„Itula er holdgervingur óánægju ungu kynslóðarinnar og ákveðna afla innan SWAPO flokksins,“ segir stjórnmálaskýrandinn Henning Melber um kosningarnar. „Það að hann bjóði sig fram sem óháður frambjóðandi en haldi áfram að vera meðlimur SWAPO-flokksins er áhugaverð þversögn“. Stuðningsmenn Itula eru víða.AP/Sonja Smith.Skiptar skoðanir um hvort Samherjamálið hafi teljandi áhrif Annar stjórnmálaskýrandi segir líklegt að aldrei þessu vant muni unga kynslóðin í Namíbíu mæta á kjörstað.„Ef það gerist eru það góðar fréttir fyrir Itula en slæmar fréttir fyrir Geingob,“ segir Ndumba Kamwanyah.Mikið hefur verið fjallað um Samherjamálið í namibískum fjölmiðlum. Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks og einn af þeim sem vann umfjöllunina um málið er nýkominn heim frá Namibíu þar sem hann var að fylgjast með gangi mála í Namibíu.Í Silfrinu í dag sagði Helgiað mikil ólga væri í landinu vegna málsins.Í frétt AP er haft eftir Graham Hopwood, framkvæmdastjóra Rannsóknarseturs stjórnsýslumála í Namibíu að atvinnuleysi í Namibíu yrði stærsta kosningamálið. Ólíklegt væri hins vegar að Samherjamálið myndi hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna, þar sem stærstur hluti kjósenda hafi þegar verið búinn að ákveða sig þegar málið kom upp.Kosningarnar verða sem fyrr segir haldnar á þriðjudaginn en umfjöllun AP má lesa hér.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Esau laus úr haldi lögreglu Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum. 24. nóvember 2019 15:21 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Esau laus úr haldi lögreglu Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum. 24. nóvember 2019 15:21
Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57
Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28