Bader Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 07:59 Ruth Bader Ginsburg er elsti hæstaréttardómari Bandaríkjanna. getty/Tom Brenner Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir. Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53
Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30
Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42