Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 20:30 Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum. Dýr Garðabær Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum.
Dýr Garðabær Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira