Fótbolti

Bæjarar í stuði en Lewandowski mis­tókst að skora í fyrsta skipti á tíma­bilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coutinho, Muller og Gnabry fagna marki.
Coutinho, Muller og Gnabry fagna marki. vísir/getty
Bayern Munchen vann 4-0 stórsigur á Fortuna Düsseldorf er liðin mættust í þýska boltanum í dag.

Afar öflugur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum hjá gestunum frá Bæjaralandi en þeir voru 3-0 yfir eftir 34 mínútur.

Benjamin Pavard skoraði fyrsta markið á 11. mínútu, Benjamin Pavard tvöfaldaði forystuna á 27. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Serge Gnabry það þriðja.

Fjórða og síðasta mark leiksins skoraði Philippe Coutinho á 70. mínútu en lokatölur 4-0.

Bayern er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en Borussia Mönchengladbach er áfram á toppnum þrátt fyrir 1-0 tap gegn Union Berlin á útivelli í dag.





Öll úrslit dagsins:

Union Berlin - Borussia Mönchengladbach 2-0

Leverkusen - Freiburg 1-1

Frankfurt - Wolfsburg 0-2

Fortuna Düsseldorf - Bayern Munchen 0-4

Werder Bremen - SChalke 1-2

17.30 Leipzig - Köln




Fleiri fréttir

Sjá meira


×