Kynferðisleg áreitni hefur áhrif á virði fyrirtækja Ari Brynjólfsson skrifar 23. nóvember 2019 12:30 Úlf Viðar Níelsson, dósent í fjármálum við HÍ og CBS rannsakaði viðskiptahliðina á #MeToo ásamt Mads Borelli-Kjær og Laurids Moehl Schack. MeToo-byltingin fór eins og eldur í sinu um allan heim haustið 2017. Fram stigu konur úr öllum starfsstéttum og sögðu frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og ótrúlegum hindrunum sem hafa orðið á vegi þeirra í starfsumhverfi þeirra. Mörg mál komu upp og allir voru sammála um að láta slíkt aldrei gerast aftur. Mikið hefur verið fjallað um einstaklinga, einstök atvik, sameiginlega reynslu og stefnur sem koma eiga í veg fyrir að sögurnar sem komu fram endurtaki sig. Ekki hefur þó verið fjallað um viðbrögð hins frjálsa markaðar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að kapítalisma sé alveg sama um hvað komi fyrir einstaklinga. Ný rannsókn við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS, og Háskóla Íslands sýnir hvernig eitt tilvik getur haft mikil áhrif á fyrirtæki, sem undirstrikar að það er hluthöfum fyrir bestu að stjórnendur geri allt til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum. Úlf Viðar Níelsson, dósent í fjármálum við HÍ og CBS, rannsakaði viðskiptahliðina á #MeToo ásamt Mads Borelli-Kjær og Laurids Moehl Schack. „Það er búið að skoða félagsfræðilega og sálfræðilega þáttinn ofan í kjölinn. Við vissum að fjárfestar væru margir hverjir að spyrja um stefnu fyrirtækja hvað varðar kynferðislega áreitni. Það þýðir að svona mál geta verið fyrirtækjunum dýr og þá vaknaði þessi hugmynd að skoða hversu mikið mál af þessu tagi geta kostað fyrirtæki,“ útskýrir Úlf.„Við erum að sýna að kynferðisleg áreitni hefur áhrif á virði fyrirtækja. Fyrirtækin eru þó alls engin fórnarlömb. Það þýðir í mörgum tilvikum að þau hafa ekki staðið sig nógu vel í koma í veg fyrir það.“ Úlf segir markaðinn hafa tekið við mörgum bylgjum af siðferðiskröfum síðustu ár. Nefnir hann sérstaka kröfu um umhverfisvernd, sem snúist ekki einungis um að bjarga umhverfinu heldur sé það einnig orðið merki um góða viðskiptahætti. „Fjárfestingarsjóðir eru einnig margir hverjir með þá stefnu að fjárfesta ekki í siðferðislega vafasamri starfsemi, tóbaks-, áfengis- og vopnaframleiðslu. Nú er skýr stefna gegn kynferðislegri áreitni að verða eitt af þessum viðmiðum.“ Skoðuð voru áhrif frétta af kynferðislegri áreitni á verðmæti fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í enskumælandi löndum, bæði fyrir og eftir að #MeToo-hreyfingin kom fram. Með því að leita að slíkum fréttum voru þeir komnir með um 200 fyrirtæki, flest í Bandaríkjunum, þar sem slík mál höfðu komið upp á yfirborðið. „Heildarniðurstaðan er sú að virði fyrirtækja lækkar um eitt og hálft prósent strax þegar fyrsta frétt eða tilkynning kemur út um að eitthvað hafi átt sér stað,“ segir Úlf. Einnig var skoðað hlutabréfaverð lengra fram í tímann eftir að mál kom upp á yfirborðið. Notað var þar til gert hagfræðilíkan sem tekur mið af öðrum sveiflum á markaði. „Fyrstu tvo dagana erum við að tala um tap upp á 450 milljónir Bandaríkjadala á hvert fyrirtæki.“ Gerir það meira en 55 milljarða króna í tap. „Til að setja þetta í samhengi hafa verið gerðar rannsóknir á stórum skandölum á virði fyrirtækja. Það má segja að það sé dauðasynd í fjármálaheiminum þegar fyrirtæki fegra rekstrarniðurstöður sínar. Þetta er á pari við það. Áhrifin af því að upp kemst um kynferðislega áreitni eru þau sömu og ef það kemst upp að fyrirtæki hafi verið að fegra bókhaldið,“ segir Úlf. Hann segir þennan samanburð áhugaverðan í ljósi þess að þegar fyrirtæki eru að fegra bókhaldið hefur það óumdeild áhrif á virði fyrirtækisins. Þegar upp kemst um kynferðislega áreitni og ofbeldi þá hafi það ekki augljósleg áhrif. „Ef við segjum að forstjóri fyrirtækis verði uppvís að því að hafa áreitt samstarfskonu kynferðislega þá hefur það ekkert að gera með vörur fyrirtækisins eða grunnstoðir viðskiptakerfisins. Þess vegna er það áhugavert að sjá hversu áhrifin eru í raun mikil.“ Athygli vekur að það skiptir engu máli í hvaða geira fyrirtækið starfar. „Það sem skiptir meira máli er eðli atburðarins,“ segir Úlf. Tvær breytur hafa þar mest að segja. „Það er hvort forstjóri fyrirtækisins sé gerandi, í þeim tilfellum lækkar markaðsvirðið um fimm prósent aukalega. Þá erum við að tala um mjög slæm áhrif á fyrirtækið.“ Hin breytan er fjölmiðlaathygli, ef fyrirtækið er mun meira en venjulega í fjölmiðlum eftir atburðinn.„Ef fjölmiðlaumfjöllunin er mikil þá lækkar markaðsvirðið líka um fimm prósent aukalega. Stundum hanga þessir hlutir saman og þá hafa þeir gríðarleg áhrif á fyrirtækið.“ Þá skiptir einnig máli hvort þolendur eru f leiri en einn. „Þá gerir það eitt og hálft prósent til viðbótar,“ segir Úlf. Það sem vegur á móti er ef það kemur fram í fyrstu frétt eða tilkynningu að málið sé í lagalegum farvegi. Sama á við ef fyrirtækið er dótturfélag. Þá skiptir einnig máli hvort fyrirtækið sé á undan fjölmiðlum að greina frá málinu. „Ef fyrirtækið gerir hreint fyrir sínum dyrum strax í upphafi þá eru áhrifin mun mildari.“ #MeToo-byltingin hafði áhrif. „Eftir #MeToo-byltinguna féll hlutabréfaverð meira, en inn í það spilar líka að í þeim tilfellum var fjölmiðlaumfjöllun meiri og fleiri en einn þolandi steig fram. Við settum þess vegna upp líkan til að stýra frá öllum slíkum breytum, þá voru áhrifin þau sömu fyrir og eftir #MeToo,“ segir Úlf. „En þetta hafði jafnframt töluverð áhrif á fjölda mála. Tilfellin fjórfölduðust eftir #MeToo sem þýðir að fleiri mál komu upp á yfirborðið og þeim mun meira var aðkallandi fyrir fyrirtæki að grípa í taumana.“ Úlf segir boðskapinn til stjórnenda einfaldan. „Svona mál hafa áhrif á fyrirtækið, það kostar mun minna að gera allt til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað en að láta slíkt mál koma upp. Svo ef starfsmaður fyrirtækisins er sakaður um slíkt þá þarf að taka á slíkum málum af festu, koma þeim í lagalegan farveg og gera strax hreint fyrir sínum dyrum.“ Þó svo að dæmin séu fengin erlendis segir Úlf að það megi heimfæra þau á Ísland. „Nær öll tilvik sem við skoðuðum gerast í vestrænum ríkjum og það er engin ástæða til að ætla að viðbrögðin yrðu öðruvísi hér en annars staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
MeToo-byltingin fór eins og eldur í sinu um allan heim haustið 2017. Fram stigu konur úr öllum starfsstéttum og sögðu frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og ótrúlegum hindrunum sem hafa orðið á vegi þeirra í starfsumhverfi þeirra. Mörg mál komu upp og allir voru sammála um að láta slíkt aldrei gerast aftur. Mikið hefur verið fjallað um einstaklinga, einstök atvik, sameiginlega reynslu og stefnur sem koma eiga í veg fyrir að sögurnar sem komu fram endurtaki sig. Ekki hefur þó verið fjallað um viðbrögð hins frjálsa markaðar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að kapítalisma sé alveg sama um hvað komi fyrir einstaklinga. Ný rannsókn við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS, og Háskóla Íslands sýnir hvernig eitt tilvik getur haft mikil áhrif á fyrirtæki, sem undirstrikar að það er hluthöfum fyrir bestu að stjórnendur geri allt til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum. Úlf Viðar Níelsson, dósent í fjármálum við HÍ og CBS, rannsakaði viðskiptahliðina á #MeToo ásamt Mads Borelli-Kjær og Laurids Moehl Schack. „Það er búið að skoða félagsfræðilega og sálfræðilega þáttinn ofan í kjölinn. Við vissum að fjárfestar væru margir hverjir að spyrja um stefnu fyrirtækja hvað varðar kynferðislega áreitni. Það þýðir að svona mál geta verið fyrirtækjunum dýr og þá vaknaði þessi hugmynd að skoða hversu mikið mál af þessu tagi geta kostað fyrirtæki,“ útskýrir Úlf.„Við erum að sýna að kynferðisleg áreitni hefur áhrif á virði fyrirtækja. Fyrirtækin eru þó alls engin fórnarlömb. Það þýðir í mörgum tilvikum að þau hafa ekki staðið sig nógu vel í koma í veg fyrir það.“ Úlf segir markaðinn hafa tekið við mörgum bylgjum af siðferðiskröfum síðustu ár. Nefnir hann sérstaka kröfu um umhverfisvernd, sem snúist ekki einungis um að bjarga umhverfinu heldur sé það einnig orðið merki um góða viðskiptahætti. „Fjárfestingarsjóðir eru einnig margir hverjir með þá stefnu að fjárfesta ekki í siðferðislega vafasamri starfsemi, tóbaks-, áfengis- og vopnaframleiðslu. Nú er skýr stefna gegn kynferðislegri áreitni að verða eitt af þessum viðmiðum.“ Skoðuð voru áhrif frétta af kynferðislegri áreitni á verðmæti fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í enskumælandi löndum, bæði fyrir og eftir að #MeToo-hreyfingin kom fram. Með því að leita að slíkum fréttum voru þeir komnir með um 200 fyrirtæki, flest í Bandaríkjunum, þar sem slík mál höfðu komið upp á yfirborðið. „Heildarniðurstaðan er sú að virði fyrirtækja lækkar um eitt og hálft prósent strax þegar fyrsta frétt eða tilkynning kemur út um að eitthvað hafi átt sér stað,“ segir Úlf. Einnig var skoðað hlutabréfaverð lengra fram í tímann eftir að mál kom upp á yfirborðið. Notað var þar til gert hagfræðilíkan sem tekur mið af öðrum sveiflum á markaði. „Fyrstu tvo dagana erum við að tala um tap upp á 450 milljónir Bandaríkjadala á hvert fyrirtæki.“ Gerir það meira en 55 milljarða króna í tap. „Til að setja þetta í samhengi hafa verið gerðar rannsóknir á stórum skandölum á virði fyrirtækja. Það má segja að það sé dauðasynd í fjármálaheiminum þegar fyrirtæki fegra rekstrarniðurstöður sínar. Þetta er á pari við það. Áhrifin af því að upp kemst um kynferðislega áreitni eru þau sömu og ef það kemst upp að fyrirtæki hafi verið að fegra bókhaldið,“ segir Úlf. Hann segir þennan samanburð áhugaverðan í ljósi þess að þegar fyrirtæki eru að fegra bókhaldið hefur það óumdeild áhrif á virði fyrirtækisins. Þegar upp kemst um kynferðislega áreitni og ofbeldi þá hafi það ekki augljósleg áhrif. „Ef við segjum að forstjóri fyrirtækis verði uppvís að því að hafa áreitt samstarfskonu kynferðislega þá hefur það ekkert að gera með vörur fyrirtækisins eða grunnstoðir viðskiptakerfisins. Þess vegna er það áhugavert að sjá hversu áhrifin eru í raun mikil.“ Athygli vekur að það skiptir engu máli í hvaða geira fyrirtækið starfar. „Það sem skiptir meira máli er eðli atburðarins,“ segir Úlf. Tvær breytur hafa þar mest að segja. „Það er hvort forstjóri fyrirtækisins sé gerandi, í þeim tilfellum lækkar markaðsvirðið um fimm prósent aukalega. Þá erum við að tala um mjög slæm áhrif á fyrirtækið.“ Hin breytan er fjölmiðlaathygli, ef fyrirtækið er mun meira en venjulega í fjölmiðlum eftir atburðinn.„Ef fjölmiðlaumfjöllunin er mikil þá lækkar markaðsvirðið líka um fimm prósent aukalega. Stundum hanga þessir hlutir saman og þá hafa þeir gríðarleg áhrif á fyrirtækið.“ Þá skiptir einnig máli hvort þolendur eru f leiri en einn. „Þá gerir það eitt og hálft prósent til viðbótar,“ segir Úlf. Það sem vegur á móti er ef það kemur fram í fyrstu frétt eða tilkynningu að málið sé í lagalegum farvegi. Sama á við ef fyrirtækið er dótturfélag. Þá skiptir einnig máli hvort fyrirtækið sé á undan fjölmiðlum að greina frá málinu. „Ef fyrirtækið gerir hreint fyrir sínum dyrum strax í upphafi þá eru áhrifin mun mildari.“ #MeToo-byltingin hafði áhrif. „Eftir #MeToo-byltinguna féll hlutabréfaverð meira, en inn í það spilar líka að í þeim tilfellum var fjölmiðlaumfjöllun meiri og fleiri en einn þolandi steig fram. Við settum þess vegna upp líkan til að stýra frá öllum slíkum breytum, þá voru áhrifin þau sömu fyrir og eftir #MeToo,“ segir Úlf. „En þetta hafði jafnframt töluverð áhrif á fjölda mála. Tilfellin fjórfölduðust eftir #MeToo sem þýðir að fleiri mál komu upp á yfirborðið og þeim mun meira var aðkallandi fyrir fyrirtæki að grípa í taumana.“ Úlf segir boðskapinn til stjórnenda einfaldan. „Svona mál hafa áhrif á fyrirtækið, það kostar mun minna að gera allt til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað en að láta slíkt mál koma upp. Svo ef starfsmaður fyrirtækisins er sakaður um slíkt þá þarf að taka á slíkum málum af festu, koma þeim í lagalegan farveg og gera strax hreint fyrir sínum dyrum.“ Þó svo að dæmin séu fengin erlendis segir Úlf að það megi heimfæra þau á Ísland. „Nær öll tilvik sem við skoðuðum gerast í vestrænum ríkjum og það er engin ástæða til að ætla að viðbrögðin yrðu öðruvísi hér en annars staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira