Vill sameina stofnanir til að efla eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 19:00 Ríkislögreglustjóri er til húsa við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira