Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 14:32 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira