Þetta virðist vera endurtekning á því sem gerðist við fjárlagagerðina fyrir ári þegar pólitísk hrossakaup, til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar, veittu göngunum gálgafrest. Kristilegi þjóðarflokkurinn ákvað þá að skilyrða stuðning sinn við hægristjórn Ernu Solberg því að haldið yrði áfram að undirbúa göngin.

Sjá einnig: Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims
Þrátt fyrir þennan viðsnúning núna við fjárlagagerðina lýsir verkefnisstjóri skipaganganna, Randi Humborstad, í samtali við NRK, yfir vonbrigðum með að ekki sé gert ráð fyrir byrjunarframlagi til að hefja verkið. Göngin séu fullfjármögnuð á samgönguáætlun og þeim áformum verði að fylgja eftir á fjárlögum. Hún segir að slagurinn verði núna um fjárlagagerðina fyrir árið 2021.
Staða málsins virðist þannig lítið hafa breyst frá því Stöð 2 fjallaði síðast um það fyrir réttu ári, í frétt sem sjá má hér: