Pípuhattur Hitlers boðinn upp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Rabbíninn Menachem Margolin segir uppboð nasistamuna löglegt en siðlaust. fréttablaðið/EPA Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira