Pétur Rúnar: Vorum fullgóðir með okkur Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2019 21:51 Pétur í leik með Stólunum. vísir/daníel Pétur Rúnar Birgisson var sáttur eftir að Tindastóll sigraði Fjölni í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn fór 88-100 en var miklu jafnari en sú staða gefur til kynna. Fjölnismenn komu brjálaðir út úr hálfleiknum og voru ekki langt frá því á tímabili að komast yfir gestina sem leiddu með 22 stigum eftir 20 mínútur. „Ég held að við vorum fullgóðir með okkur í seinni hálfleiknum. Förum aðeins of mikið á hælana og höldum að þetta sé búið,“ sagði Pétur um áhlaup Fjölnis eftir hálfleikshléið. Heimamenn fór í svæðisvörn og skoruðu 29 stig gegn 11 stigum hjá Tindastóli í þriðja leikhluta. „Við erum að fá góð skot, setjum þau bara ekki niður. Þá fá þeir löng fráköst og fara í hraðaupphlaup og ná að laga stöðuna,“ sagði leikstjórnandinn knái frá Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Tindastólsmenn koma linir út úr búningsklefanum í hálfleik og þá enduðu þeir á því að tapa gegn Val. Pétur Rúnar þóttist fullviss um að engir af liðsfélögum hans voru að hugsa út í þann leik og allir hafi haldið einbeitingu þrátt fyrir slakan leikhluta. Þjálfarinn þeirra, Baldur Þór, skipti þar miklu máli. „Baldur Þór er alltaf með sama hugarfar. Ein leikflétta í einu.“ Pétur gengst við því að hans menn megi þó ekki við svona leikhlutum. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta í hálfleik, að koma inn á með hangandi haus. En, körfubolti er leikur áhlaupa! Það var okkar að vera sterkir í lokin.“ Tindastólsmenn voru það vissulega í kvöld, enda kláruðu þeir leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann með átta stigum. Þá hafa þeir unnið KR og Fjölni í tveimur ferðum til Reykjavíkur. Þeir héldu því heim norður um heiðar eftir aðra vel heppnaða ránsferð í höfuðborgina. Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson var sáttur eftir að Tindastóll sigraði Fjölni í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn fór 88-100 en var miklu jafnari en sú staða gefur til kynna. Fjölnismenn komu brjálaðir út úr hálfleiknum og voru ekki langt frá því á tímabili að komast yfir gestina sem leiddu með 22 stigum eftir 20 mínútur. „Ég held að við vorum fullgóðir með okkur í seinni hálfleiknum. Förum aðeins of mikið á hælana og höldum að þetta sé búið,“ sagði Pétur um áhlaup Fjölnis eftir hálfleikshléið. Heimamenn fór í svæðisvörn og skoruðu 29 stig gegn 11 stigum hjá Tindastóli í þriðja leikhluta. „Við erum að fá góð skot, setjum þau bara ekki niður. Þá fá þeir löng fráköst og fara í hraðaupphlaup og ná að laga stöðuna,“ sagði leikstjórnandinn knái frá Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Tindastólsmenn koma linir út úr búningsklefanum í hálfleik og þá enduðu þeir á því að tapa gegn Val. Pétur Rúnar þóttist fullviss um að engir af liðsfélögum hans voru að hugsa út í þann leik og allir hafi haldið einbeitingu þrátt fyrir slakan leikhluta. Þjálfarinn þeirra, Baldur Þór, skipti þar miklu máli. „Baldur Þór er alltaf með sama hugarfar. Ein leikflétta í einu.“ Pétur gengst við því að hans menn megi þó ekki við svona leikhlutum. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta í hálfleik, að koma inn á með hangandi haus. En, körfubolti er leikur áhlaupa! Það var okkar að vera sterkir í lokin.“ Tindastólsmenn voru það vissulega í kvöld, enda kláruðu þeir leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann með átta stigum. Þá hafa þeir unnið KR og Fjölni í tveimur ferðum til Reykjavíkur. Þeir héldu því heim norður um heiðar eftir aðra vel heppnaða ránsferð í höfuðborgina.
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum