Dansa á landamærum ástar og örvæntingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:49 Einar Lövdahl Gunnlaugsson og Egill Jónsson skipa dúóið LØV & LJÓN. Mynd/Hjördís Eyþórsdóttir Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin. Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin.
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira