Sameinuðu þjóðirnar beina sjónum að börnum án foreldra Heimsljós kynnir 20. nóvember 2019 15:00 Barn í SOS barnaþorpi í Gulu, Úganda. gunnisal Í vikunni var samþykkt ályktun hjá Sameinuðu þjóðunum um réttindi foreldralausra barna. Ályktunin felur í sér að aðildarríkin, Ísland þar með talið, skuldbinda sig til þess að styðja þennan „berskjaldaða þjóðfélagshóp“ eins og segir í frétt frá SOS Barnaþorpunum. Starf samtakanna felst einmitt í því að liðsinna börnum sem njóta ekki forsjár foreldra. „SOS Barnaþorpin vilja lýsa yfir ánægju með þessa alþjóðlegu viðurkenningu á að fjölþætt hætta er ríkjandi í heiminum á aðskilnaði barna og foreldra. Það er einnig sérstakt ánægjuefni að einblínt sé á svo stórt alþjóðlegt vandamál á 70 ára afmælisári SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa á þessum tíma útvegað fjórum milljónum umkomulausra barna SOS-foreldra, -heimili og menntun og mætt grunnþörfum þeirra,“ segir í fréttinni. Í ályktuninni lýsa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum af varnarleysi milljóna barna um heim allan vegna skorts á fullnægjandi stuðningi við börn sem hafa misst foreldraumsjá og illa staddar barnafjölskyldur þar sem hætta er á aðskilnaði barna og foreldra. Að mati SOS er áætlað að um 220 milljónir barna alist upp ein, eða eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. „Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra.“ „Við fögnum þessari ályktun Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem sögulegum tímamótum fyrir fóstursamfélagið,“ segir Siddhartha Kaul, forseti alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna. „Börn í þessum hópi verða oft útundan. Bernska margra barna er rofin vegna skorts á vernd og umönnun. Innleiðsla þessarar ályktunar er bráðnauðsynleg svo yfirvöld í heiminum standi vörð um réttindi barna.“ SOS segir að með ályktuninni skuldbindi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sig til að innleiða lykilþætti í starfi sem lýtur að umönnun munaðarlausra barna svo sem þjálfun og söfnun gagna. Einnig viðurkenni þjóðirnar að nauðsynlegt sé að útvega fjölbreytta og einstaklingsmiðaða umönnun og forðast stofnanavæðingu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent
Í vikunni var samþykkt ályktun hjá Sameinuðu þjóðunum um réttindi foreldralausra barna. Ályktunin felur í sér að aðildarríkin, Ísland þar með talið, skuldbinda sig til þess að styðja þennan „berskjaldaða þjóðfélagshóp“ eins og segir í frétt frá SOS Barnaþorpunum. Starf samtakanna felst einmitt í því að liðsinna börnum sem njóta ekki forsjár foreldra. „SOS Barnaþorpin vilja lýsa yfir ánægju með þessa alþjóðlegu viðurkenningu á að fjölþætt hætta er ríkjandi í heiminum á aðskilnaði barna og foreldra. Það er einnig sérstakt ánægjuefni að einblínt sé á svo stórt alþjóðlegt vandamál á 70 ára afmælisári SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa á þessum tíma útvegað fjórum milljónum umkomulausra barna SOS-foreldra, -heimili og menntun og mætt grunnþörfum þeirra,“ segir í fréttinni. Í ályktuninni lýsa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum af varnarleysi milljóna barna um heim allan vegna skorts á fullnægjandi stuðningi við börn sem hafa misst foreldraumsjá og illa staddar barnafjölskyldur þar sem hætta er á aðskilnaði barna og foreldra. Að mati SOS er áætlað að um 220 milljónir barna alist upp ein, eða eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. „Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra.“ „Við fögnum þessari ályktun Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem sögulegum tímamótum fyrir fóstursamfélagið,“ segir Siddhartha Kaul, forseti alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna. „Börn í þessum hópi verða oft útundan. Bernska margra barna er rofin vegna skorts á vernd og umönnun. Innleiðsla þessarar ályktunar er bráðnauðsynleg svo yfirvöld í heiminum standi vörð um réttindi barna.“ SOS segir að með ályktuninni skuldbindi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sig til að innleiða lykilþætti í starfi sem lýtur að umönnun munaðarlausra barna svo sem þjálfun og söfnun gagna. Einnig viðurkenni þjóðirnar að nauðsynlegt sé að útvega fjölbreytta og einstaklingsmiðaða umönnun og forðast stofnanavæðingu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent