Sonur fyrrverandi forseta Þýskalands stunginn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 13:04 Fritz von Weizsäcker (til vinstri) er hér í jarðarför föður síns árið 2015. Vísir/Getty Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019 Þýskaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019
Þýskaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira