Sigga Beinteins fékk blóðtappa Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2019 11:30 Sigga Beinteins keyrði sig út sem endaði með því að hún fékk blóðtappa. Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. Sigga ákvað eftir þessa lífsreynslu að taka líf sitt í gegn, fór að stunda líkamsrækt, breytti um mataræði og passar nú uppá að fá nægan svefn. Í dag er Sigga eldhress og er á fullu að undirbúa sína árlegu jólatónleika í Hörpu sem verða 6. og 7. desember. „Ég held að það sé töluvert álag að fara út í barneignir svona seint,“ segir Sigga. Hún ræddi málin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti í rauninni að vera orðin amma þarna. Það sem veldur þessu álagi og streitu var að tvíburarnir voru alltaf vakandi á sitthvorum tímanum og voru erfið með svefn. Þau voru ekki að sofa nóg. Síðan gerist það að hún fær þessa magakveisu sem börn fá oft og hann er eyrnabarn. Þetta var því ofboðslega lítill svefn hjá okkur báðum þangað til þau voru svona fjögurra, fimm ára.“ Sigga segir að með þessu öllu hafi hún verið að koma fram allar helgar.Sigga í gönguferð með dóttur sinni.„Maður var kannski að spila til tvö, þrjú allar helgar og koma svo heim og leggja sig í tvo tíma og taka þá vaktina. Þá hafði Birna verið að alla nóttina með þau. Þarna 2012 fer ég aftur til heimilislæknisins og þá var mér sagt að ég yrði að minnka vinnuna núna á meðan þessu stendur og ég yrði að ná að sofa meira.“ Sigga segir að læknirinn hafi tilkynnt henni að ef hún myndi ekki breyta um lífstíl myndi hann senda hana í hvíldarinnlögn á Reykjalund. „Ég lofa henni því að breyta til, nema maður heldur bara áfram og keyrir sig út. Þangað til í september 2015, þá keyrði ég bara á vegginn. Ég vakna einn morguninn og er eitthvað miklu meira þreytt en venjulega. Ég kem börnunum á leikskólann og ætla leggja mig aðeins. Eftir nokkrar mínútur segi ég við sjálfan mig að hætta þessu bulli og fara að vinna. Drífa sig í tölvuna og byrja að vinna og hætta þessu bulli, þetta er bara helvítis leti. Ég geri það og fer að vinna í tölvunni. Finn samt þessa gífurlegu þreytu,“ segir Sigga en því næst hringir síminn og er systir hennar á línunni. Hún býr í Noregi og er hjúkrunarfræðingur.Gríðarlegur höfuðverkur „Ég er eitthvað að tala við hana og allt í einu ræð ég ekki við orðin sem ég er að segja. Ég gat ekki stjórnað orðunum og það komu enginn orð út úr mér. Eftir nokkrar mínútur fer ég að detta inn aftur. Þá fær systir mín mig til að tala um eitthvað annað og við ræðum um mataruppskriftir. Ég fer að tala um einhvern pastarétt og þá kemur bara orðið þvottavél út úr mér. Þá segist hún ætla hringja í mig eftir smá stund aftur. Hún vildi ekki hræða mig. Þá gerist það að ég fæ alveg gígantískan höfuðverk. Ég fæ mér bara parkódín og ákveð að láta renna í bað. Nema hausverkurinn fer ekki. Ég hafði áður lesið mig til um blóðtappa og ákveð þarna að hringja upp á bráðadeild. Mér er sagt að ég verði að koma strax og þá er ég sett í allskonar rannsóknir. Svo kemur taugalæknir og talar við mig og spyr mig allskonar spurninga,“ segir Sigga og bætir við að hann hafi spurt hana spurninga mjög hratt. „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu, hvorugt þeirra. Ég mundi það bara nokkru seinna og þá sagði hann að það þyrfti að gera fleiri rannsóknir,“ þá kemur í ljós að söngkonan var með blóðtappa. Hún var í kjölfarið sett á þynnandi lyf og er ennþá í dag á þeim lyfjum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Jól Tónlist Tengdar fréttir Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. Sigga ákvað eftir þessa lífsreynslu að taka líf sitt í gegn, fór að stunda líkamsrækt, breytti um mataræði og passar nú uppá að fá nægan svefn. Í dag er Sigga eldhress og er á fullu að undirbúa sína árlegu jólatónleika í Hörpu sem verða 6. og 7. desember. „Ég held að það sé töluvert álag að fara út í barneignir svona seint,“ segir Sigga. Hún ræddi málin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti í rauninni að vera orðin amma þarna. Það sem veldur þessu álagi og streitu var að tvíburarnir voru alltaf vakandi á sitthvorum tímanum og voru erfið með svefn. Þau voru ekki að sofa nóg. Síðan gerist það að hún fær þessa magakveisu sem börn fá oft og hann er eyrnabarn. Þetta var því ofboðslega lítill svefn hjá okkur báðum þangað til þau voru svona fjögurra, fimm ára.“ Sigga segir að með þessu öllu hafi hún verið að koma fram allar helgar.Sigga í gönguferð með dóttur sinni.„Maður var kannski að spila til tvö, þrjú allar helgar og koma svo heim og leggja sig í tvo tíma og taka þá vaktina. Þá hafði Birna verið að alla nóttina með þau. Þarna 2012 fer ég aftur til heimilislæknisins og þá var mér sagt að ég yrði að minnka vinnuna núna á meðan þessu stendur og ég yrði að ná að sofa meira.“ Sigga segir að læknirinn hafi tilkynnt henni að ef hún myndi ekki breyta um lífstíl myndi hann senda hana í hvíldarinnlögn á Reykjalund. „Ég lofa henni því að breyta til, nema maður heldur bara áfram og keyrir sig út. Þangað til í september 2015, þá keyrði ég bara á vegginn. Ég vakna einn morguninn og er eitthvað miklu meira þreytt en venjulega. Ég kem börnunum á leikskólann og ætla leggja mig aðeins. Eftir nokkrar mínútur segi ég við sjálfan mig að hætta þessu bulli og fara að vinna. Drífa sig í tölvuna og byrja að vinna og hætta þessu bulli, þetta er bara helvítis leti. Ég geri það og fer að vinna í tölvunni. Finn samt þessa gífurlegu þreytu,“ segir Sigga en því næst hringir síminn og er systir hennar á línunni. Hún býr í Noregi og er hjúkrunarfræðingur.Gríðarlegur höfuðverkur „Ég er eitthvað að tala við hana og allt í einu ræð ég ekki við orðin sem ég er að segja. Ég gat ekki stjórnað orðunum og það komu enginn orð út úr mér. Eftir nokkrar mínútur fer ég að detta inn aftur. Þá fær systir mín mig til að tala um eitthvað annað og við ræðum um mataruppskriftir. Ég fer að tala um einhvern pastarétt og þá kemur bara orðið þvottavél út úr mér. Þá segist hún ætla hringja í mig eftir smá stund aftur. Hún vildi ekki hræða mig. Þá gerist það að ég fæ alveg gígantískan höfuðverk. Ég fæ mér bara parkódín og ákveð að láta renna í bað. Nema hausverkurinn fer ekki. Ég hafði áður lesið mig til um blóðtappa og ákveð þarna að hringja upp á bráðadeild. Mér er sagt að ég verði að koma strax og þá er ég sett í allskonar rannsóknir. Svo kemur taugalæknir og talar við mig og spyr mig allskonar spurninga,“ segir Sigga og bætir við að hann hafi spurt hana spurninga mjög hratt. „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu, hvorugt þeirra. Ég mundi það bara nokkru seinna og þá sagði hann að það þyrfti að gera fleiri rannsóknir,“ þá kemur í ljós að söngkonan var með blóðtappa. Hún var í kjölfarið sett á þynnandi lyf og er ennþá í dag á þeim lyfjum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Jól Tónlist Tengdar fréttir Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30