Fær fjórar milljónir í viðbót frá Ísafjarðarbæ vegna ólögmætrar uppsagnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:59 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira