Sakar Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Sonur forsetans hafði áður viðrað svipaðar ásakanir á Twitter. Getty/Vivien Killilea - China News Service Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar. Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakaði í gær bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vitnar þar í brasilíska miðilinn Folha De S.Paulo. „Þessi Leonardo DiCaprio er svalur náungi, er það ekki? Gefandi peninga til þess að brenna Amazon skóginn,“ var haft eftir forsetanum á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í gær. Bolsonaro hefur áður lýst því yfir að hann vilji reka umhverfisverndarsamtök í burtu frá landinu og gagnrýnt erlend stjórnvöld harðlega fyrir meint afskipti af innanríkismálum eftir að margir kölluðu eftir róttækum aðgerðum vegna skógarelda í landinu.Sjá einnig: Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunarMiklir eldar hafa logað í Amazon regnskóginum frá því í ágúst á þessu ári. Tilkynnti þá bandaríski stórleikarinn að umhverfisverndarsamtökin Earth Alliance sem hann ætti þátt í að stofna myndu leggja til fimm milljónir Bandaríkjadala til þess að berjast gegn skógareldunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem forsetinn ber fram þessar ásakanir á hendur DiCaprio en um sólarhring áður sagði hann leikarann eiga þátt í brunanum í útsendingu á Facebook og að hann væri hluti af alþjóðlegri „herferð gegn Brasilíu.“Sjá einnig: Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginumFyrrnefndir fjölmiðlar töldu sér skylt að árétta að ekkert bendir til þess að samtök tengd leikaranum eigi þátt í bruna skógarins. Ásakanir forsetans koma í kjölfar þess að fjórir sjálfboðaliðar sem unnu að því að slökkva elda í skóginum voru handteknir síðasta þriðjudag. Voru þeir sakaðir um það af lögreglu að hafa kveikt í skóginum í þeim tilgangi að ýta undir peningaöflun alþjóðlegra félagasamtaka. Fólkinu var síðar sleppt úr haldi í kjölfar þrýstings frá almenningi en lögreglan hefur ekki greint frá neinum sönnunargögnum sem styðja ásakanirnar.
Brasilía Tengdar fréttir Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00 G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53 Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. 12. september 2019 20:00
G7-leiðtogar nálgast samkomulag um aðgerðir vegna skógareldanna Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims eru taldir nálægt samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við skógareldunum sem nú geisa í Amazon-regnskógunum. 26. ágúst 2019 07:49
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14
Opinberir starfsmenn segja yfirvöld hafa vitað af íkveikjuáætlunum í Amazon Brasilískum yfirvöldum barst viðvörun frá opinberum starfsmönnum sem starfa við umhverfismál um að bændur og aðrir sem ásældust land í Amazon regnskóginum hefðu skipulagt að kveikja skógarelda á þann 10. ágúst. 26. ágúst 2019 23:53
Sextíu daga brunabann í Amazon Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum. 29. ágúst 2019 11:30