Það þarf að segja sögu svona merkra kvenna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 12:00 "Það var hennar ástríða að skrifa, hún var um tíma afkastamesti kvenrithöfundur landsins,“ segir Málfríður um Guðrúnu Lárusdóttur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þögnin var alger – sorg ríkti á meðal fólksins, íslensku þjóðina setti hljóða. Það var frétt um bílslys í Tungufljóti sem hálflamaði þjóðina. Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og tvær dætur hennar, Guðrún Valgerður og Sigrún Kristín, höfðu drukknað. Þannig hefst bókin En tíminn skundaði burt … Fyrsti kafli hennar lýsir útför mæðgnanna þriggja og mágkonu annarrar dótturinnar laugardaginn 27. ágúst 1938 og þeirri ríku samkennd og hluttekningu sem borgarbúar sýndu á þeirri stundu. „Meðan líkfylgdin fór frá kirkjunni og í Suðurgötukirkjugarðinn var klukkum allra kirkna bæjarins hringt,“ segir í lýsingu sr. Þorsteins Briem á útförinni. Næsti kafli er hins vegar gleðilegur. Hann hefst á þessum orðum: „Barnsgrátur rauf þögnina áttunda dag hins nýja árs 1880 á kirkjustaðnum Valþjófsstað í Fljótsdal – barnið var lifandi fætt.“ Heimilisfólkið gladdist og húsmóðirin Kirstín Katrín lét kalla fólkið saman og bjóða upp á kaffi. Ungu prestshjónunum, Kirstínu Katrínu Pétursdóttur og sr. Lárusi H. Halldórssyni, hafði fæðst dóttir sem nú lét í sér heyra. Hún fékk nafnið Guðrún eftir móðurömmu sinni. Það er Málfríður Finnbogadóttir menningarstjórnandi sem á heiðurinn af þessum skrifum. Hún hefur skilað af sér greinagóðri bók um líf og starf Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns og rithöfundar. Þegar ég spyr hvort sú bók sé ekki full seint á ferð þar sem þeim fari fækkandi sem muni eftir aðalpersónunni svarar hún: „Jú, en hún Guðrún var tíu barna móðir, bæjarfulltrúi í Reykjavík, mikilvirk í félagsstarfi, rithöfundur og fátækrafulltrúi. Svo var hún önnur konan á Íslandi til að setjast á þing og sú fyrsta til að ná kjöri í almennum kosningum, hún var alþingismaður átta síðustu árin sín. Það þarf að segja sögu svona merkra kvenna, þó seint sé.“Um hálft landið á hestum Hvert ár frá 1899 fær einn kafla hjá Málfríði. Í upphafi hvers kafla eru línur um mannfjölda, árferði og stærstu viðburði á landsvísu. Einnig setning um það helsta sem gerist í lífi Guðrúnar og fjölskyldu, eins og þessi um 1905: Þetta ár einkennist einkum af tvennu, fæðingu annars sonar og síðar utanlandsferð þeirra hjóna til Þýskalands og Norðurlandanna. Málfríður segir í raun merkilegt hversu oft Guðrún fór til útlanda og í ferðalög um landið líka – ýmist á hestum eða með strandferðaskipum. „Þegar hún gifti sig kemur hún ríðandi til Þingvalla og þaðan halda brúðhjónin norður í Skagafjörð á hestum og svo austur til Vopnafjarðar. Þetta var eitthvað sem hún naut. Hún elskaði hesta og var stundum með þá hér í bænum. Það er mynd af henni í bókinni í útreiðartúr með fleira fólki, þar situr hún í söðli, spengileg í fínum fötum og með hatt.“ Reikna má með að Guðrún hafi alltaf riðið í söðli. „Hún segir reyndar að pabbi hennar hafi ekki gert athugasemd við að hún riði berbakt þegar hún var krakki,“ tekur Málfríður fram. „En væntanlega hefur hún setið í söðli þegar hún var í reiðtúrum hér í nágrenni borgarinnar, upp í Grafarholt, suður í Hafnarfjörð eða Hrólfsskála. Sendibréfin hennar eru mörg og þar liggur mikill fróðleikur. Á einum stað er sagt frá því að þau hjón hafi farið suður á Vífilsstaði í vagni, það hefur verið hestvagn.“ Málfríður segir Guðrúnu hafa staðið að stofnun Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins og Trúboðsfélags kvenna, verið meðal stofnenda Barnavinafélagsins Sumargjafar og Slysavarnadeildar kvenna, starfað í stúkunum Hvöt og Ársól, einnig Hvítabandinu, KFUK, Mæðrastyrksnefnd og Húsmæðrafélagi Reykjavíkur. „Hún hélt margar ræður og skrifaði fjölda greina. Barðist fyrir bættum heimi og margir leituðu ásjár hjá henni. Til er frásögn af því að maður hafi komið til hennar sem búið var að bera út á götuna með konu og fjögur eða fimm börn og sagt: „Ég fæ hvergi inni, hvað á ég að gera?“ „Komdu bara,“ sagði hún og ruddi stofuna. Þar var fjölskyldan þar til úr leystist.Óslökkvandi þörf fyrir að skrifa Það kom strax fram í Guðrúnu sem barni að hún mátti ekkert aumt sjá, að sögn Málfríðar. „Hún var líka einlæglega trúuð, það leynir sér ekki. Einhvers staðar lýsir hún því í bréfi að tvö börnin hennar séu lasin, hún hafi margsinnis gengið með þau um gólf sitt á hvorum handlegg og verið að hugsa um hvað lengi hún kæmist úr sporunum fyrir þreytu en guð gæfi þróttinn sem nægði hverjum deginum.“ Guðrún hafði líka óslökkvandi þörf fyrir að skrifa, að sögn Málfríðar. „Það var hennar ástríða að skrifa, hún var um tíma afkastamesti kvenrithöfundur landsins og bækur hennar voru mikið lesnar. „Ég beið eftir sögunum hennar,“ segir eldra fólk við mig. Að lokum tekur Málfríður fram að titill bókarinnar En tíminn skundaði burt með liðnu dagana í fanginu sé tilvitnun í Guðrúnu Lárusdóttur. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Þögnin var alger – sorg ríkti á meðal fólksins, íslensku þjóðina setti hljóða. Það var frétt um bílslys í Tungufljóti sem hálflamaði þjóðina. Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og tvær dætur hennar, Guðrún Valgerður og Sigrún Kristín, höfðu drukknað. Þannig hefst bókin En tíminn skundaði burt … Fyrsti kafli hennar lýsir útför mæðgnanna þriggja og mágkonu annarrar dótturinnar laugardaginn 27. ágúst 1938 og þeirri ríku samkennd og hluttekningu sem borgarbúar sýndu á þeirri stundu. „Meðan líkfylgdin fór frá kirkjunni og í Suðurgötukirkjugarðinn var klukkum allra kirkna bæjarins hringt,“ segir í lýsingu sr. Þorsteins Briem á útförinni. Næsti kafli er hins vegar gleðilegur. Hann hefst á þessum orðum: „Barnsgrátur rauf þögnina áttunda dag hins nýja árs 1880 á kirkjustaðnum Valþjófsstað í Fljótsdal – barnið var lifandi fætt.“ Heimilisfólkið gladdist og húsmóðirin Kirstín Katrín lét kalla fólkið saman og bjóða upp á kaffi. Ungu prestshjónunum, Kirstínu Katrínu Pétursdóttur og sr. Lárusi H. Halldórssyni, hafði fæðst dóttir sem nú lét í sér heyra. Hún fékk nafnið Guðrún eftir móðurömmu sinni. Það er Málfríður Finnbogadóttir menningarstjórnandi sem á heiðurinn af þessum skrifum. Hún hefur skilað af sér greinagóðri bók um líf og starf Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns og rithöfundar. Þegar ég spyr hvort sú bók sé ekki full seint á ferð þar sem þeim fari fækkandi sem muni eftir aðalpersónunni svarar hún: „Jú, en hún Guðrún var tíu barna móðir, bæjarfulltrúi í Reykjavík, mikilvirk í félagsstarfi, rithöfundur og fátækrafulltrúi. Svo var hún önnur konan á Íslandi til að setjast á þing og sú fyrsta til að ná kjöri í almennum kosningum, hún var alþingismaður átta síðustu árin sín. Það þarf að segja sögu svona merkra kvenna, þó seint sé.“Um hálft landið á hestum Hvert ár frá 1899 fær einn kafla hjá Málfríði. Í upphafi hvers kafla eru línur um mannfjölda, árferði og stærstu viðburði á landsvísu. Einnig setning um það helsta sem gerist í lífi Guðrúnar og fjölskyldu, eins og þessi um 1905: Þetta ár einkennist einkum af tvennu, fæðingu annars sonar og síðar utanlandsferð þeirra hjóna til Þýskalands og Norðurlandanna. Málfríður segir í raun merkilegt hversu oft Guðrún fór til útlanda og í ferðalög um landið líka – ýmist á hestum eða með strandferðaskipum. „Þegar hún gifti sig kemur hún ríðandi til Þingvalla og þaðan halda brúðhjónin norður í Skagafjörð á hestum og svo austur til Vopnafjarðar. Þetta var eitthvað sem hún naut. Hún elskaði hesta og var stundum með þá hér í bænum. Það er mynd af henni í bókinni í útreiðartúr með fleira fólki, þar situr hún í söðli, spengileg í fínum fötum og með hatt.“ Reikna má með að Guðrún hafi alltaf riðið í söðli. „Hún segir reyndar að pabbi hennar hafi ekki gert athugasemd við að hún riði berbakt þegar hún var krakki,“ tekur Málfríður fram. „En væntanlega hefur hún setið í söðli þegar hún var í reiðtúrum hér í nágrenni borgarinnar, upp í Grafarholt, suður í Hafnarfjörð eða Hrólfsskála. Sendibréfin hennar eru mörg og þar liggur mikill fróðleikur. Á einum stað er sagt frá því að þau hjón hafi farið suður á Vífilsstaði í vagni, það hefur verið hestvagn.“ Málfríður segir Guðrúnu hafa staðið að stofnun Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins og Trúboðsfélags kvenna, verið meðal stofnenda Barnavinafélagsins Sumargjafar og Slysavarnadeildar kvenna, starfað í stúkunum Hvöt og Ársól, einnig Hvítabandinu, KFUK, Mæðrastyrksnefnd og Húsmæðrafélagi Reykjavíkur. „Hún hélt margar ræður og skrifaði fjölda greina. Barðist fyrir bættum heimi og margir leituðu ásjár hjá henni. Til er frásögn af því að maður hafi komið til hennar sem búið var að bera út á götuna með konu og fjögur eða fimm börn og sagt: „Ég fæ hvergi inni, hvað á ég að gera?“ „Komdu bara,“ sagði hún og ruddi stofuna. Þar var fjölskyldan þar til úr leystist.Óslökkvandi þörf fyrir að skrifa Það kom strax fram í Guðrúnu sem barni að hún mátti ekkert aumt sjá, að sögn Málfríðar. „Hún var líka einlæglega trúuð, það leynir sér ekki. Einhvers staðar lýsir hún því í bréfi að tvö börnin hennar séu lasin, hún hafi margsinnis gengið með þau um gólf sitt á hvorum handlegg og verið að hugsa um hvað lengi hún kæmist úr sporunum fyrir þreytu en guð gæfi þróttinn sem nægði hverjum deginum.“ Guðrún hafði líka óslökkvandi þörf fyrir að skrifa, að sögn Málfríðar. „Það var hennar ástríða að skrifa, hún var um tíma afkastamesti kvenrithöfundur landsins og bækur hennar voru mikið lesnar. „Ég beið eftir sögunum hennar,“ segir eldra fólk við mig. Að lokum tekur Málfríður fram að titill bókarinnar En tíminn skundaði burt með liðnu dagana í fanginu sé tilvitnun í Guðrúnu Lárusdóttur.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira