Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 23:07 Rannsóknarskýrsla eftirlitsnefndar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á rannsókn FBI á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. AP Photo/Jon Elswick Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira
Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira
Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07
Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30