Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. desember 2019 06:30 Fastlaunasamningum á Landspítalanum verður sagt upp og telur forstjóri spítalans að það muni spara hundruð milljóna. stöð 2 Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira