Paul A. Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er látinn, 92 ára að aldri.
Bandarískir fjölmiðlar segja Volcker hafa gegnt lykilhlutverki við mótun bandarískrar efnahagsstefnu um sex áratuga skeið. Átti hann mikinn þátt að draga úr mikilli verðbólgu á níunda áratugnum.
Volcker var seðlabankastjóri í forsetatíð bæði Jimmy Carter og Ronald Reagan, frá 1977 til 1987.
Í forsetatíð Barack Obama var hann fenginn til að eiga þátt í mótun stefnu stjórnvalda til að hemja áhættusækni viðskiptabanka í fjárfestingum.
Volcker andaðist í New York í gær að því er fram kemur í frétt New York Times.
Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna látinn
