Þrátt fyrir að Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hafi dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum mega Rússar keppa á EM 2020 í fótbolta. BBC greinir frá þessu.
Rússar mega hins vegar ekki keppa á HM 2022 í Katar og Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó og 2024 í París.
St. Pétursborg í Rússlandi er ein tólf borga þar sem leikirnir á EM 2020 fara fram.
Rússland er í B-riðli á EM 2020 með Danmörku, Finnlandi og Belgíu.
Rússar hafa þrjár vikur til að áfrýja dómnum. Ef þeir gera það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas).
Rússar mega keppa á EM 2020

Tengdar fréttir

WADA dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum
Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum.