Kvenveldisávarpið Arnar Sverrisson skrifar 9. desember 2019 08:00 Valerie Jean Solanas (1936-1988), var norður-amerískur, sálfræðimenntaður rithöfundur. Hún er einkum þekkt fyrir morðtilræði gegn listamanninum, Andy Warhol (1928-1987), árið 1968, ári eftir, að hún gaf út kvenveldisávarpið eða „SCUM Manifesto.“ Kverið markar þáttaskil í kvenfrelsunarfræðunum. Ofstopi, ofbeldi, hatur og öfgar hafa þó ævinlega sett mark sitt á kvenfrelsunarbaráttuna. Í kverinu leggur Valerie þunga áherslu á gildi ofbeldis í byltingarkenningu sinni. Með útgáfunni skipaði hún sér í úrvalssveit kvenbyltingarstjórnleysingjanna, ásamt t.d. sálfræðingnum og sállækninum, Phylis Chester (f. 1940). Áberandi kvenfrelsarar á borð við heimspekinginn, Ti-Grace Atkinson (f. 1938), og lögfræðinginn, Floryncy Rae Kennedy (1916-2000), töldu hana „fyrstu framúrskarandi hetju baráttunnar fyrir kvenréttindum“ og „hetju kvenfrelsunarhreyfingarinnar.“ Kvenveldisávarpið veitti margvíslegan innblástur herskáum baráttuhreyfingum kvenfrelsara eins og samkynhneigðu hefndarenglunum (Lesbian Avangers) og skæruliðastelpunum (Guerilla Girls). Ávarpið hefur hins vegar miklu víðtækari skírskotun í kvenfrelsunarhreyfingunni. Það er herkænskubiblía kvenfrelsaranna, mikilvægur hugmyndafræðigrundvöllur þriðju bylgju kvenfrelsunar - og þeirrar fjórðu, sem hófst fyrir áratugi eða svo. Látum Valerie hefja upp raust sína: Karlmaðurinn stjórnar samfélaginu, enda þótt hann beri hvorki skynbragð á rétt né rangt. Hann er samviskulaus, firrtur sjálfi. Þar sem hann er ófær um að vinna með öðrum og þrúgaður af eðlislægri samkeppni, vaknar þörfin fyrir leiðsögn og stjórnun að ofan. Þess vegna skapaði hann yfirvöld af ýmsu tagi og sá til þess, að þau væru karlkyns til að styrkja eigin karlmennskuímynd. En karlinn er dauðhræddur við aðra kynbræður sína. Því leitast karlmenn við að vera eins, kynstofn einn og samur. „Hann hefur þó döngun í sér til að vera frábrugðinn öðrum að því marki að gangast við viljaleysi sínu og þránni til að vera kona, þ.e. öfugkynsþrá.“ Þeir, sem lengst ganga, eru klæðskiptingar, kvendrottningar. Karlinn er svekktur yfir því að vera ekki kona, vera ófullkominn, og verða stöðugt fótaskortur. Karlinn fann upp trúarbrögð og heimspeki til að reyna að ráða bót á tilgangsleysi sínu, fylla upp í innra tóm sitt. Í list sinni leitast hann við að færa sönnur á, að hann sé konunni fremri, jafnvel þótt honum sé ofviða að skapa. Reyndar hryllir hann við menningu, fólki, borgum og aðstæðum, þar sem þarf að ná sambandi við fólk, því hann er aflokaður í sjálfum sér, ófær um að teygja sig til annars fólks, tilfinningalega einangraður. „Karlinn ... situr á svikráðum og einu viðeigandi viðhorfin í karlasamfélaginu eru tortryggni og kaldhæðni.“ Brýna nauðsyn ber til að bylta slíku samfélagi eins og gefur að skilja, stofna samfélag skynsemisvera. „Þegar best lætur er samfélag vort drepleiðinlegt, að engu leyti boðlegt konum. Það liggur fyrir ábyrgum konum, sem láta sig samfélagið varða og sækjast eftir unaði og spennu, að velta ríkisstjórninni úr sessi; uppræta peningakerfið, innleiða fulla sjálfvirkni og eyða karlkyninu.“ „Lög, ríkistjórn og leiðtogar eru ónauðsynlegir í samfélagi skynsemisvera, sem búa yfir samhygð; fullskapaðar og firrtar þörf fyrir samkeppni.“ Ást skynsemisveranna er mikilvæg: „Ást getur ekki blómstrað í samfélagi peninga og inntakslausrar vinnu; þörf er fullkomins frelsis á sviði efnahags og einkalífs; [þörf er] frístunda og tækifæra til að sinna í algleymi líferni, sem er tilfinningalega fullnægjandi [og] að lifa meðal þeirra, sem metnir eru að verðleikum; [þörf er] lífernis, þar sem hnýtt eru sterk vináttubönd.“ Fólk á ekki að þurfa að vinna meira, heldur en tvær til þrjár stundir á dag í mesta lagi. „En það eru ómennskar ástæður fyrir því, að karlar vilja halda í peningakerfið; til að ástunda kynlíf með konum (pussy) í þeirri von að verða heilar mannverur; til að blekkja með nytsemistálsýninni, því ófærir um ást verða karlmenn að starfa; til að stjórna og beita valdi; til að bæta upp meðfætt ástleysi, gefa peninga; til að skapa markmið og tilgang; til að leggja grundvöll að föðurhlutverkinu, sem er geðveiki líkast, þ.e. að stjórna og ráðskast með börn og girnast dætur sínar.“ ... „Útrýming launavinnu mun ... frelsa konur undan oki karla, en ekki fjárhagslegt jafnrétti.“ Eins og gefur að skilja er um að ræða kvenbyltingu: „Því karlbyltingarmaður er skrumstæling; þetta er samfélag karlanna, hannað af karlinum til að fullnægja þörfum hans. Hann er aldreii ánægður, því hann er ófær um ánægju. Þegar allt kemur til alls, er bylting karlsins uppreisn gegn eigin eðli.“ Því eru örlög kvenna sjálfgefin: „Konan mun, hvort sem henni líkar betur eða verr, taka öll völd í fyllingu tímas, jafnvel þótt væri bara af þeirri einu ástæðu, að hún neyðist til þess – þegar öllu er á botninn hvolft hverfur karlinn af sjónarsviðinu.“ En ætli karlar eygi vonarglætu? Það „rennur sífellt skýrar upp fyrir þeim [körlum], að hagsmunir kvenna séu þeirra hagur; að þeim sé einungis fært að lifa fyrir tilstuðlan kvennanna; að aukin hvatning til kvenna til að lifa lífi sínu og rætast sem konur, en ekki karlar, geri hann sjálfan lífvænlegri. Þeim er orðið ljóst, að auðveldara sé að lifa fyrir tilstuðlan kvenna, heldur en að hrifsa til sín eiginleika þeirra, ...“ Áður en sjálfvirknin hefur verið innleidd og vélar koma í stað karla „ætti karlinn að gera konunni gagn, þjóna henni til borðs, hlaupa eftir duttlungum hennar, hlýða hverju og einu boði hennar, beygja sig fullkomlega í duftið fyrir henni, ...“ Það er ofur skiljanlegt háttalag í ljósi eftirfarandi: „Á sama hátt og mannverur hafa æðri tilverurétt, heldur en hundar, því þær eru þróaðri og hafa yfirburðavitund, hafa konur æðri tilverurétt, heldur en karlar.“ Beygi hann sig í duftið með ofangreindum hætti, kynni að vera von, því líf konunnar snýst um að skapa tengsl, láta ljós sitt skína, elska og vera hún sjálf. Líf karlsins snýst um að framleiða sæði.“ ... „[L]íf konunnar snýst [ennfremur] um að skoða, uppgötva, finna upp, leysa vanda, skapa hnyttinyrði og semja tónlist – allt í anda ástarinnar.“ Sæðisframleiðendurnir gætu líka reynt að sækja um inngöngu í hjálparsveitir kvenna til að bjarga skinni sínu, enda þótt „[s]érhver karlmaður gangi ekki að því gruflandi, að hann sé jafnvirði skíts.“ En þrátt fyrir þetta er „karlinum ljóst, að upplýst og vitundarvakin kvenþjóð boðar hans skapadægur.“ Karlinn er bágstödd vera, ef veru skyldi kalla, því „[k]arlinn er þróunarslys ... ófullkomin kona, fóstureyðing í lifanda lífi, ónýtur á erfðavísisstigi.“ ... „Karlinn er skertur, býr við tilfinningalega takmörkun. Karlmennska er skerðingarsjúkdómur og karlar eru tilfinningalegir krypplingar. Karlinn er að öllu leyti sjálfhverfur, gildra sjálfum sér, ófær um samúð og samkennd, ást, vináttu og blíðu. Hann utangarðseining, ófær um að stofna til sambands við annað fólk. Viðbrögð hans eru einvörðungu eðlislæg, firrt vitundarstjórn; greindin er tæki, sem stjórnað er af hvötum og þörfum hans; ástríða er honum fjarri sem og andleg samskipti; hann skynjar ekkert annað, heldur en innri hræringar. Hann er hálfdauður, fáskiptið dauðyfli, ófær um að veita og þiggja unað eða hamingju; ...“ Karlinn er „ ... uppnagaður af sektarkennd, ótta og óöryggi; tilfinningum, sem eiga rætur í karleðlinu...“ En snúum okkur af að byltingunni. Afhausarafélagið (SCUM – Society for Cutting up Men) leiðir byltinguna. Forystusveitin er skipuð úrvalskonum, afhausurum. Afhausarar eru „konur, sem búa yfir sjálfsstjórn og eru eftir atvikum viti bornar (cerebral) og eru nánast firrtar þörf fyrir kynlíf; eignir hefta þær ekki, ei heldur aðlaðandi viðmót, háttprýði, almenningsálit, siðvendni, virðing fyrir fábjánum, ...“ „[E]f mikill meirihluti kvenna væru afhausarar (SCUM), myndu þær á nokkrum vikum hrifsa til sín öll völd með því að leggja niður vinnu og þar með lama alla þjóðina.“ ... „Ef konur gæfu karla upp á bátinn og neituðu að hafa saman við þá að sælda nokkru sinni, alla karla þ.m.t. ríkisstjórn, þá yrði hagkerfi þjóðarinnar lagt í rúst.“ Konur gætu einnig náð fullkomnum yfirráðum yfir körlum, jafnvel án þess að yfirgefa þá í ljósi yfirburða sinna og valds. „Í heilbrigðu samfélagi myndi karlinn vera hlýðinn konunni, því eiginlega er karlinn auðsveipur og leiðitamur, lætur sér ljúfur lynda drottnun sérhverrar konu, sem hefur nennu til þess að drottna yfir honum..“ Í ljósi þessa stendur baráttan milli afhausara og pabbastelpna, sem m.a. eru alúðlegar, skynlausar, ósjálfstæðar, smeykar, kúgaðar, háttprúðar, siðvæddar, aðgerðafælnar, og þurfa sterkan karlmann sér við hlið. „Það þarf reyndar ekki nema lítinn hóp afhausara til að taka völdin innan árs með því að tæta í sundur kerfið, eyða völdum eignum og myrða.“ Úrvalssveitin er skipuð drápsmönnunum. „Afhausarnir munu ganga milli bols og höfuðs á öllum körlum, sem ekki eru skráðir í hjálparsveitir þeirra. Það eru karlar, sem eru mauriðnir við að tortíma sjálfum sér ...“ Játning þeirra skal hljóma: „Ég er skíthæll, já, lúalegur, fyrirlitlegur skíthæll.“ Í kvenveldinu skyldu konur ekki ganga að því gruflandi, að „[k]arlinn [sé] ómannleg skepna, ... sem eðli sínu samkvæmt [sé] blóðsuga, tilfinningalegt sníkjudýr. Þess vegna er líf hans ekki réttlætanlegt úr siðferðilegu sjónarhorni séð, þar sem enginn hefur rétt til að lifa á kostnað annarra. ... Því er tortíming karlkynsins réttlát og góð gjörð, sem kemur konum vel, samtímis því að vera líknargjörningur.“ En það er ekki víst, að til þessa komi, því til viðbótar hinum sígildu stríðum, fækkar karlmönnum sökum fíkniefnadauða og öfug- eða samkynhneigðar, þ.e. hann gengst við því að vera kona.“ Fyrir og eftir byltingu (þ.e. sé körlum enn til að dreifa) verða konur að halda vöku sinni m.a. vegna þess, að kynlíf karlsins er dýrslegt: „Það er karli upphafning, sé hann kallaður dýr; hann er vél, gangandi reður ... þráhyggja hans er að serða.“ Skýring er vandfundin: „Sjálfsfróun dugar til að losa spennu. Spennulosun er því ekki svarið. Það er ekki styrking sjálfsins, því hún skýrir ekki samfarir við lík og hvítvoðunga. ... Samfarir eru því örvæntingarfull áráttuhegðun, viðleitni karlsins til að sýna fram á, að hann sé ekki vanvirkur, sé ekki kona. En [engu að síður] er hann vanvirkur og langar að vera kona. Karlinn er ófullgerð kona og leitast því við í lífi sínu að verða [alvöru]kona.“ Hann umgengst konur, vingast við þær og staðhæfir, að dæmigerðir eiginleikar kvenna séu í rauninni hans, þ.e. „tilfinningaþróttur og sjálfstæði, dugur, atorka, ákveðni, sjálfsstjórn, hlutlægni, skörungsskapur, hugrekki, ráðvendni, fjör, styrkur, manngerðarþroski, fágæti og svo framvegis. Einkennum sjálfra sín varpa þeir yfir á konur: hégóma, léttúð, smámunasemi, breyskleika og svo framvegis.“ En hvernig skyldi æxluninni vera háttað í kvenveldinu? Þegar hér er komið sögu gæti vel verið, að kvenkarlarnir væru ekki lengur tilkippilegir, þar eð kynmök eru vörn karlsins gegn ósk sinni um að vera kona. Upphafsmaður sálgreiningarinnar, Sigmund Freud (1856-1939), hafði nefnilega á röngu að standa í kenningu sinni um fyðilöfund kvenna: „Konur ... ala ekki á fyðilöfund; karlar [aftur á móti] þjást af láfuafbrýði.“ Það eru raunar öll tormerki á kynlífsástundun: „Kynlíf er athvarf hinna skynlausu. Og því skynlausari sem konan er, því dýpra hefur hún gefið sig á vald karlmenningunni. Í hnotskurn; því viðkunnanlegri sem hún er, því graðari er hún. ... Viðmótsþýðustu konurnar í samfélagi voru eru með brókarsótt.“ Kynlíf „er reynsla í einmannaleika, ófrjó, stórkostleg tímasóun. Konur geta auðveldlega – miklu auðveldar, heldur en þær grunar – afmáð kynhvötina, svo þær sitji algjörlega við eigin stjórnvöl og frjálsar að því að stofna til gildra sambanda og athafna; ...“ Það verður að leita annarra leiða við æxlun. Það er ekki einvörðungu, að kynlíf sé tímasóun, heldur býður faðirinn hættunni heim: „Faðirinn elskar ekki börn sín, því hann er tilfinningalega bæklaður. ... sorp.“ ... „Áhrif feðra hafa orðið til þess að tæra veröldina með karlmennsku.“ ... „Æxlun án aðkomu karla er tæknilega kleif.... Við þurfum að láta hendur standa fram úr ermum í þeim efnum. Varðveisla karlsins er ónauðsynleg, jafnvel þótt litið sé til hins vafasama tilgangs að æxlast.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Valerie Jean Solanas (1936-1988), var norður-amerískur, sálfræðimenntaður rithöfundur. Hún er einkum þekkt fyrir morðtilræði gegn listamanninum, Andy Warhol (1928-1987), árið 1968, ári eftir, að hún gaf út kvenveldisávarpið eða „SCUM Manifesto.“ Kverið markar þáttaskil í kvenfrelsunarfræðunum. Ofstopi, ofbeldi, hatur og öfgar hafa þó ævinlega sett mark sitt á kvenfrelsunarbaráttuna. Í kverinu leggur Valerie þunga áherslu á gildi ofbeldis í byltingarkenningu sinni. Með útgáfunni skipaði hún sér í úrvalssveit kvenbyltingarstjórnleysingjanna, ásamt t.d. sálfræðingnum og sállækninum, Phylis Chester (f. 1940). Áberandi kvenfrelsarar á borð við heimspekinginn, Ti-Grace Atkinson (f. 1938), og lögfræðinginn, Floryncy Rae Kennedy (1916-2000), töldu hana „fyrstu framúrskarandi hetju baráttunnar fyrir kvenréttindum“ og „hetju kvenfrelsunarhreyfingarinnar.“ Kvenveldisávarpið veitti margvíslegan innblástur herskáum baráttuhreyfingum kvenfrelsara eins og samkynhneigðu hefndarenglunum (Lesbian Avangers) og skæruliðastelpunum (Guerilla Girls). Ávarpið hefur hins vegar miklu víðtækari skírskotun í kvenfrelsunarhreyfingunni. Það er herkænskubiblía kvenfrelsaranna, mikilvægur hugmyndafræðigrundvöllur þriðju bylgju kvenfrelsunar - og þeirrar fjórðu, sem hófst fyrir áratugi eða svo. Látum Valerie hefja upp raust sína: Karlmaðurinn stjórnar samfélaginu, enda þótt hann beri hvorki skynbragð á rétt né rangt. Hann er samviskulaus, firrtur sjálfi. Þar sem hann er ófær um að vinna með öðrum og þrúgaður af eðlislægri samkeppni, vaknar þörfin fyrir leiðsögn og stjórnun að ofan. Þess vegna skapaði hann yfirvöld af ýmsu tagi og sá til þess, að þau væru karlkyns til að styrkja eigin karlmennskuímynd. En karlinn er dauðhræddur við aðra kynbræður sína. Því leitast karlmenn við að vera eins, kynstofn einn og samur. „Hann hefur þó döngun í sér til að vera frábrugðinn öðrum að því marki að gangast við viljaleysi sínu og þránni til að vera kona, þ.e. öfugkynsþrá.“ Þeir, sem lengst ganga, eru klæðskiptingar, kvendrottningar. Karlinn er svekktur yfir því að vera ekki kona, vera ófullkominn, og verða stöðugt fótaskortur. Karlinn fann upp trúarbrögð og heimspeki til að reyna að ráða bót á tilgangsleysi sínu, fylla upp í innra tóm sitt. Í list sinni leitast hann við að færa sönnur á, að hann sé konunni fremri, jafnvel þótt honum sé ofviða að skapa. Reyndar hryllir hann við menningu, fólki, borgum og aðstæðum, þar sem þarf að ná sambandi við fólk, því hann er aflokaður í sjálfum sér, ófær um að teygja sig til annars fólks, tilfinningalega einangraður. „Karlinn ... situr á svikráðum og einu viðeigandi viðhorfin í karlasamfélaginu eru tortryggni og kaldhæðni.“ Brýna nauðsyn ber til að bylta slíku samfélagi eins og gefur að skilja, stofna samfélag skynsemisvera. „Þegar best lætur er samfélag vort drepleiðinlegt, að engu leyti boðlegt konum. Það liggur fyrir ábyrgum konum, sem láta sig samfélagið varða og sækjast eftir unaði og spennu, að velta ríkisstjórninni úr sessi; uppræta peningakerfið, innleiða fulla sjálfvirkni og eyða karlkyninu.“ „Lög, ríkistjórn og leiðtogar eru ónauðsynlegir í samfélagi skynsemisvera, sem búa yfir samhygð; fullskapaðar og firrtar þörf fyrir samkeppni.“ Ást skynsemisveranna er mikilvæg: „Ást getur ekki blómstrað í samfélagi peninga og inntakslausrar vinnu; þörf er fullkomins frelsis á sviði efnahags og einkalífs; [þörf er] frístunda og tækifæra til að sinna í algleymi líferni, sem er tilfinningalega fullnægjandi [og] að lifa meðal þeirra, sem metnir eru að verðleikum; [þörf er] lífernis, þar sem hnýtt eru sterk vináttubönd.“ Fólk á ekki að þurfa að vinna meira, heldur en tvær til þrjár stundir á dag í mesta lagi. „En það eru ómennskar ástæður fyrir því, að karlar vilja halda í peningakerfið; til að ástunda kynlíf með konum (pussy) í þeirri von að verða heilar mannverur; til að blekkja með nytsemistálsýninni, því ófærir um ást verða karlmenn að starfa; til að stjórna og beita valdi; til að bæta upp meðfætt ástleysi, gefa peninga; til að skapa markmið og tilgang; til að leggja grundvöll að föðurhlutverkinu, sem er geðveiki líkast, þ.e. að stjórna og ráðskast með börn og girnast dætur sínar.“ ... „Útrýming launavinnu mun ... frelsa konur undan oki karla, en ekki fjárhagslegt jafnrétti.“ Eins og gefur að skilja er um að ræða kvenbyltingu: „Því karlbyltingarmaður er skrumstæling; þetta er samfélag karlanna, hannað af karlinum til að fullnægja þörfum hans. Hann er aldreii ánægður, því hann er ófær um ánægju. Þegar allt kemur til alls, er bylting karlsins uppreisn gegn eigin eðli.“ Því eru örlög kvenna sjálfgefin: „Konan mun, hvort sem henni líkar betur eða verr, taka öll völd í fyllingu tímas, jafnvel þótt væri bara af þeirri einu ástæðu, að hún neyðist til þess – þegar öllu er á botninn hvolft hverfur karlinn af sjónarsviðinu.“ En ætli karlar eygi vonarglætu? Það „rennur sífellt skýrar upp fyrir þeim [körlum], að hagsmunir kvenna séu þeirra hagur; að þeim sé einungis fært að lifa fyrir tilstuðlan kvennanna; að aukin hvatning til kvenna til að lifa lífi sínu og rætast sem konur, en ekki karlar, geri hann sjálfan lífvænlegri. Þeim er orðið ljóst, að auðveldara sé að lifa fyrir tilstuðlan kvenna, heldur en að hrifsa til sín eiginleika þeirra, ...“ Áður en sjálfvirknin hefur verið innleidd og vélar koma í stað karla „ætti karlinn að gera konunni gagn, þjóna henni til borðs, hlaupa eftir duttlungum hennar, hlýða hverju og einu boði hennar, beygja sig fullkomlega í duftið fyrir henni, ...“ Það er ofur skiljanlegt háttalag í ljósi eftirfarandi: „Á sama hátt og mannverur hafa æðri tilverurétt, heldur en hundar, því þær eru þróaðri og hafa yfirburðavitund, hafa konur æðri tilverurétt, heldur en karlar.“ Beygi hann sig í duftið með ofangreindum hætti, kynni að vera von, því líf konunnar snýst um að skapa tengsl, láta ljós sitt skína, elska og vera hún sjálf. Líf karlsins snýst um að framleiða sæði.“ ... „[L]íf konunnar snýst [ennfremur] um að skoða, uppgötva, finna upp, leysa vanda, skapa hnyttinyrði og semja tónlist – allt í anda ástarinnar.“ Sæðisframleiðendurnir gætu líka reynt að sækja um inngöngu í hjálparsveitir kvenna til að bjarga skinni sínu, enda þótt „[s]érhver karlmaður gangi ekki að því gruflandi, að hann sé jafnvirði skíts.“ En þrátt fyrir þetta er „karlinum ljóst, að upplýst og vitundarvakin kvenþjóð boðar hans skapadægur.“ Karlinn er bágstödd vera, ef veru skyldi kalla, því „[k]arlinn er þróunarslys ... ófullkomin kona, fóstureyðing í lifanda lífi, ónýtur á erfðavísisstigi.“ ... „Karlinn er skertur, býr við tilfinningalega takmörkun. Karlmennska er skerðingarsjúkdómur og karlar eru tilfinningalegir krypplingar. Karlinn er að öllu leyti sjálfhverfur, gildra sjálfum sér, ófær um samúð og samkennd, ást, vináttu og blíðu. Hann utangarðseining, ófær um að stofna til sambands við annað fólk. Viðbrögð hans eru einvörðungu eðlislæg, firrt vitundarstjórn; greindin er tæki, sem stjórnað er af hvötum og þörfum hans; ástríða er honum fjarri sem og andleg samskipti; hann skynjar ekkert annað, heldur en innri hræringar. Hann er hálfdauður, fáskiptið dauðyfli, ófær um að veita og þiggja unað eða hamingju; ...“ Karlinn er „ ... uppnagaður af sektarkennd, ótta og óöryggi; tilfinningum, sem eiga rætur í karleðlinu...“ En snúum okkur af að byltingunni. Afhausarafélagið (SCUM – Society for Cutting up Men) leiðir byltinguna. Forystusveitin er skipuð úrvalskonum, afhausurum. Afhausarar eru „konur, sem búa yfir sjálfsstjórn og eru eftir atvikum viti bornar (cerebral) og eru nánast firrtar þörf fyrir kynlíf; eignir hefta þær ekki, ei heldur aðlaðandi viðmót, háttprýði, almenningsálit, siðvendni, virðing fyrir fábjánum, ...“ „[E]f mikill meirihluti kvenna væru afhausarar (SCUM), myndu þær á nokkrum vikum hrifsa til sín öll völd með því að leggja niður vinnu og þar með lama alla þjóðina.“ ... „Ef konur gæfu karla upp á bátinn og neituðu að hafa saman við þá að sælda nokkru sinni, alla karla þ.m.t. ríkisstjórn, þá yrði hagkerfi þjóðarinnar lagt í rúst.“ Konur gætu einnig náð fullkomnum yfirráðum yfir körlum, jafnvel án þess að yfirgefa þá í ljósi yfirburða sinna og valds. „Í heilbrigðu samfélagi myndi karlinn vera hlýðinn konunni, því eiginlega er karlinn auðsveipur og leiðitamur, lætur sér ljúfur lynda drottnun sérhverrar konu, sem hefur nennu til þess að drottna yfir honum..“ Í ljósi þessa stendur baráttan milli afhausara og pabbastelpna, sem m.a. eru alúðlegar, skynlausar, ósjálfstæðar, smeykar, kúgaðar, háttprúðar, siðvæddar, aðgerðafælnar, og þurfa sterkan karlmann sér við hlið. „Það þarf reyndar ekki nema lítinn hóp afhausara til að taka völdin innan árs með því að tæta í sundur kerfið, eyða völdum eignum og myrða.“ Úrvalssveitin er skipuð drápsmönnunum. „Afhausarnir munu ganga milli bols og höfuðs á öllum körlum, sem ekki eru skráðir í hjálparsveitir þeirra. Það eru karlar, sem eru mauriðnir við að tortíma sjálfum sér ...“ Játning þeirra skal hljóma: „Ég er skíthæll, já, lúalegur, fyrirlitlegur skíthæll.“ Í kvenveldinu skyldu konur ekki ganga að því gruflandi, að „[k]arlinn [sé] ómannleg skepna, ... sem eðli sínu samkvæmt [sé] blóðsuga, tilfinningalegt sníkjudýr. Þess vegna er líf hans ekki réttlætanlegt úr siðferðilegu sjónarhorni séð, þar sem enginn hefur rétt til að lifa á kostnað annarra. ... Því er tortíming karlkynsins réttlát og góð gjörð, sem kemur konum vel, samtímis því að vera líknargjörningur.“ En það er ekki víst, að til þessa komi, því til viðbótar hinum sígildu stríðum, fækkar karlmönnum sökum fíkniefnadauða og öfug- eða samkynhneigðar, þ.e. hann gengst við því að vera kona.“ Fyrir og eftir byltingu (þ.e. sé körlum enn til að dreifa) verða konur að halda vöku sinni m.a. vegna þess, að kynlíf karlsins er dýrslegt: „Það er karli upphafning, sé hann kallaður dýr; hann er vél, gangandi reður ... þráhyggja hans er að serða.“ Skýring er vandfundin: „Sjálfsfróun dugar til að losa spennu. Spennulosun er því ekki svarið. Það er ekki styrking sjálfsins, því hún skýrir ekki samfarir við lík og hvítvoðunga. ... Samfarir eru því örvæntingarfull áráttuhegðun, viðleitni karlsins til að sýna fram á, að hann sé ekki vanvirkur, sé ekki kona. En [engu að síður] er hann vanvirkur og langar að vera kona. Karlinn er ófullgerð kona og leitast því við í lífi sínu að verða [alvöru]kona.“ Hann umgengst konur, vingast við þær og staðhæfir, að dæmigerðir eiginleikar kvenna séu í rauninni hans, þ.e. „tilfinningaþróttur og sjálfstæði, dugur, atorka, ákveðni, sjálfsstjórn, hlutlægni, skörungsskapur, hugrekki, ráðvendni, fjör, styrkur, manngerðarþroski, fágæti og svo framvegis. Einkennum sjálfra sín varpa þeir yfir á konur: hégóma, léttúð, smámunasemi, breyskleika og svo framvegis.“ En hvernig skyldi æxluninni vera háttað í kvenveldinu? Þegar hér er komið sögu gæti vel verið, að kvenkarlarnir væru ekki lengur tilkippilegir, þar eð kynmök eru vörn karlsins gegn ósk sinni um að vera kona. Upphafsmaður sálgreiningarinnar, Sigmund Freud (1856-1939), hafði nefnilega á röngu að standa í kenningu sinni um fyðilöfund kvenna: „Konur ... ala ekki á fyðilöfund; karlar [aftur á móti] þjást af láfuafbrýði.“ Það eru raunar öll tormerki á kynlífsástundun: „Kynlíf er athvarf hinna skynlausu. Og því skynlausari sem konan er, því dýpra hefur hún gefið sig á vald karlmenningunni. Í hnotskurn; því viðkunnanlegri sem hún er, því graðari er hún. ... Viðmótsþýðustu konurnar í samfélagi voru eru með brókarsótt.“ Kynlíf „er reynsla í einmannaleika, ófrjó, stórkostleg tímasóun. Konur geta auðveldlega – miklu auðveldar, heldur en þær grunar – afmáð kynhvötina, svo þær sitji algjörlega við eigin stjórnvöl og frjálsar að því að stofna til gildra sambanda og athafna; ...“ Það verður að leita annarra leiða við æxlun. Það er ekki einvörðungu, að kynlíf sé tímasóun, heldur býður faðirinn hættunni heim: „Faðirinn elskar ekki börn sín, því hann er tilfinningalega bæklaður. ... sorp.“ ... „Áhrif feðra hafa orðið til þess að tæra veröldina með karlmennsku.“ ... „Æxlun án aðkomu karla er tæknilega kleif.... Við þurfum að láta hendur standa fram úr ermum í þeim efnum. Varðveisla karlsins er ónauðsynleg, jafnvel þótt litið sé til hins vafasama tilgangs að æxlast.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun