„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2019 07:00 Eva Laufey skellti sér á námskeið hjá Le Cordon Bleu. Myndir/Úr einkasafni „Þetta ár hefur verið ótrúlega sérstakt og mikið búið að vera í gangi, ég tók þess vegna ákvörðun að gera eitthvað sérstaklega fyrir mig vegna þess að ég fann þörf til þess að læra eitthvað nýtt,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir í samtali við Vísi. Hún fór í vetur námskeið í Le Cordon Bleu í Lundúnum. „Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég bara. Ég fór í nokkur skipti út og fór á sérstakt baksturs- og eftirrétta námskeið þar sem áherslan var lögð á tæknina á bakvið réttina. Ég naut hverrar mínútu og þetta var alveg geggjað, ég kann auðvitað ýmislegt en hef aldrei lært tæknina á bakvið til dæmis af hverju maður býr til grunndeig fyrir bökur og af hverju svampbotnar eru svona og svona.. þannig ég lærð alveg helling sem mun nýtast mér. Svo var það bara frábært tækifæri að fara ein út, fara á veitingastaði, fá innblástur, horfa á fólk og einfaldlega njóta þess að vera til. Ég var skælbrosandi alla ferðina og hlakka til að fara aftur.“ View this post on Instagram Í London að smakka kökur áður en ég fer á köku-og eftirréttanámskeið. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið og ég nýt hverrar mínútu A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Oct 15, 2019 at 10:05am PDT Eva Laufey var að senda frá sér sína þriðju bók, Í eldhúsi Evu, og segir hún að það sé hægt að lýsa henni sem bókinni með notagildið. „Ég lagði mig fram að velja uppskriftir sem hafa komið sér vel fyrir mig í gegnum árum, uppskriftir sem ég hef gert aftur og aftur. Það skiptir mig miklu máli að uppskriftirnar séu einfaldar og þokkalega auðveldar þannig að allir ættu að geta leikið þær eftir, sömuleiðis er mikilvægt fyrir mitt leyti að það uppskriftirnar séu þess eðlis að þú þurfir ekki þúsund krydd eða hráefni sem þú átt alla jafna ekki til. Aðgengilegar og þægilegar uppskriftir fyrst og fremst.“ Eva Laufey segir að þessi bók sé fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu og fyrir þá sem eru lengra komnir. „Uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og því ættu allir, og ég meina allir að geta leikið þær eftir.“ Það eru sex ár frá því að fyrsta bókin hennar, Matargleði Evu kom út. „Mér þykir einstaklega vænt um hana. Þar tók ég allar myndir sjálf og notaði svona bara það sem mér fannst vera fallegt á þeim tíma sem er líka ofsalega sætt í dag og það er gaman að fletta í gegnum hana og skoða hvað bæði uppskriftirnar mínar og myndir hafa þróast. Það er líka ferlega skemmtilegt að hún selst enn mjög vel og fólk er að nota hana mikið, bestu athugasemdirnar sem ég hef fengið er þegar fólk segir að hún sé mest notaða bókin í eldhúsinu – þá veit ég að hún er góð. Bækurnar sjarmerandi Kökubókin kom svo út fyrir þremur árum en ég er mikill sælkeri og veit fátt betra en góðar kökur, nýt þess að borða þær og þess vegna lá það beinast við að gera kökubók. Eins og með bók númer eitt þá var gríðarlega gaman að búa hana til og ég nota hana mikið. Í eldhúsi Evu hefur sama tilgang og hinar tvær, að innihalda uppskriftir fyrir alla og að bókin sé ekki upp á punt heldur gegni mikilvægu hlutverki í eldhúsinu. Hún er stærri en hinar tvær en fyrir mér eru þær allar jafn góðar og ég er svo montin af þeim.“ Hún segist alltaf vera með hugmynd af bók í maganum en nú hafi verið rétti tíminn. „Ég hef starfað við það að búa til uppskriftir og vinna með mat undanfarin sex ár og á því svolítið gott safn sem mig langaði að deila með lesendum á öðrum vettvangi en í sjónvarpinu eða á blogginu. Þrátt fyrir miklar tæknibreytingar og að við getum nálgast uppskriftir mjög auðveldlega í gegnum símann þá finnst mér mikilvægt að búa til bækur, fallegar og góðar bækur sem eiga sinn stað í eldhúsinu. Það er enn svo mikill sjarmi sem fylgir bókum, sjarmi sem hverfur sennilega aldrei.“ View this post on Instagram Ég þarf að halda útgáfuboð fljótlega og eðlilega máta ég eingöngu síðkjóla fyrir það tilefni! Má maður aðeins A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Nov 8, 2019 at 6:27am PST Allar myndirnar teknar á viku Handritið var tilbúið fyrir löngu síðan en það þurfti að finna tíma fyrir myndatökurnar sem getur verið erfitt fyrir upptekna konu. „Ég var hreinlega ekki viss hvort ég myndi ná því á þessu ári og var farin horfa á næsta ár en sem betur fer ákváðu útgefendurnir mínir að við skyldum halda okkur við planið og við keyrðum á myndatökur í einum grænum og við vorum viku að taka upp allar myndirnar en þetta eru yfir hundrað uppskriftir og þið getið rétt ímyndað ykkur stuðið í eldhúsinu og uppvaskið eftir því,“ segir Eva Laufey og hlær. „En það var ótrúlega gaman þetta ferli og teymið í kringum bókina stórkostlegt, hefði aldrei geta þetta án þeirra.“ Eva Laufey segist alltaf vera að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar hún fær tækifæri til þess að vinna með hæfileikaríku fólki. „Eins og sagði þá var ég búin að skrifa handritið fyrir löngu en ég ákvað engu að síður að umbreyta því öllu og endurskrifaði þær nánast allar, eins og maður gerir, í tímaþröng. Kannski lærði ég bara að taka því aðeins rólega næst, í næstu bók.“ Eva er á fullu núna að kynna bókina og segir að það sé eitthvað skemmtilegasta sem hún fær að gera. „Svo er ég auðvitað í Ísland í dag þar sem ég fæ tækifæri til þess að hitta fólk og núna fyrir jólin er ég svolítið að einbeita mér að jólamatnum og heimsæki sælkera. Einnig er ég að vinna að sjónvarpsþáttum sem fara í sýningu eftir áramót á Stöð 2 en þar fylgi ég einmitt bókinni minni eftir og fæ til mín góða gesti í eldhúsið. Svo er ég auðvitað bara að jólast eins og ég get og nýt þess í botn með fjölskyldunni minni.“Eva Laufey deilir einni uppskrift með lesendum úr bókinni og má finna hana HÉR á Vísi. Eva Laufey Íslendingar erlendis Matur Viðtal Tengdar fréttir Uppskrift: Beef Wellington Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. 8. desember 2019 22:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Þetta ár hefur verið ótrúlega sérstakt og mikið búið að vera í gangi, ég tók þess vegna ákvörðun að gera eitthvað sérstaklega fyrir mig vegna þess að ég fann þörf til þess að læra eitthvað nýtt,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir í samtali við Vísi. Hún fór í vetur námskeið í Le Cordon Bleu í Lundúnum. „Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið held ég bara. Ég fór í nokkur skipti út og fór á sérstakt baksturs- og eftirrétta námskeið þar sem áherslan var lögð á tæknina á bakvið réttina. Ég naut hverrar mínútu og þetta var alveg geggjað, ég kann auðvitað ýmislegt en hef aldrei lært tæknina á bakvið til dæmis af hverju maður býr til grunndeig fyrir bökur og af hverju svampbotnar eru svona og svona.. þannig ég lærð alveg helling sem mun nýtast mér. Svo var það bara frábært tækifæri að fara ein út, fara á veitingastaði, fá innblástur, horfa á fólk og einfaldlega njóta þess að vera til. Ég var skælbrosandi alla ferðina og hlakka til að fara aftur.“ View this post on Instagram Í London að smakka kökur áður en ég fer á köku-og eftirréttanámskeið. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið og ég nýt hverrar mínútu A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Oct 15, 2019 at 10:05am PDT Eva Laufey var að senda frá sér sína þriðju bók, Í eldhúsi Evu, og segir hún að það sé hægt að lýsa henni sem bókinni með notagildið. „Ég lagði mig fram að velja uppskriftir sem hafa komið sér vel fyrir mig í gegnum árum, uppskriftir sem ég hef gert aftur og aftur. Það skiptir mig miklu máli að uppskriftirnar séu einfaldar og þokkalega auðveldar þannig að allir ættu að geta leikið þær eftir, sömuleiðis er mikilvægt fyrir mitt leyti að það uppskriftirnar séu þess eðlis að þú þurfir ekki þúsund krydd eða hráefni sem þú átt alla jafna ekki til. Aðgengilegar og þægilegar uppskriftir fyrst og fremst.“ Eva Laufey segir að þessi bók sé fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu og fyrir þá sem eru lengra komnir. „Uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og því ættu allir, og ég meina allir að geta leikið þær eftir.“ Það eru sex ár frá því að fyrsta bókin hennar, Matargleði Evu kom út. „Mér þykir einstaklega vænt um hana. Þar tók ég allar myndir sjálf og notaði svona bara það sem mér fannst vera fallegt á þeim tíma sem er líka ofsalega sætt í dag og það er gaman að fletta í gegnum hana og skoða hvað bæði uppskriftirnar mínar og myndir hafa þróast. Það er líka ferlega skemmtilegt að hún selst enn mjög vel og fólk er að nota hana mikið, bestu athugasemdirnar sem ég hef fengið er þegar fólk segir að hún sé mest notaða bókin í eldhúsinu – þá veit ég að hún er góð. Bækurnar sjarmerandi Kökubókin kom svo út fyrir þremur árum en ég er mikill sælkeri og veit fátt betra en góðar kökur, nýt þess að borða þær og þess vegna lá það beinast við að gera kökubók. Eins og með bók númer eitt þá var gríðarlega gaman að búa hana til og ég nota hana mikið. Í eldhúsi Evu hefur sama tilgang og hinar tvær, að innihalda uppskriftir fyrir alla og að bókin sé ekki upp á punt heldur gegni mikilvægu hlutverki í eldhúsinu. Hún er stærri en hinar tvær en fyrir mér eru þær allar jafn góðar og ég er svo montin af þeim.“ Hún segist alltaf vera með hugmynd af bók í maganum en nú hafi verið rétti tíminn. „Ég hef starfað við það að búa til uppskriftir og vinna með mat undanfarin sex ár og á því svolítið gott safn sem mig langaði að deila með lesendum á öðrum vettvangi en í sjónvarpinu eða á blogginu. Þrátt fyrir miklar tæknibreytingar og að við getum nálgast uppskriftir mjög auðveldlega í gegnum símann þá finnst mér mikilvægt að búa til bækur, fallegar og góðar bækur sem eiga sinn stað í eldhúsinu. Það er enn svo mikill sjarmi sem fylgir bókum, sjarmi sem hverfur sennilega aldrei.“ View this post on Instagram Ég þarf að halda útgáfuboð fljótlega og eðlilega máta ég eingöngu síðkjóla fyrir það tilefni! Má maður aðeins A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Nov 8, 2019 at 6:27am PST Allar myndirnar teknar á viku Handritið var tilbúið fyrir löngu síðan en það þurfti að finna tíma fyrir myndatökurnar sem getur verið erfitt fyrir upptekna konu. „Ég var hreinlega ekki viss hvort ég myndi ná því á þessu ári og var farin horfa á næsta ár en sem betur fer ákváðu útgefendurnir mínir að við skyldum halda okkur við planið og við keyrðum á myndatökur í einum grænum og við vorum viku að taka upp allar myndirnar en þetta eru yfir hundrað uppskriftir og þið getið rétt ímyndað ykkur stuðið í eldhúsinu og uppvaskið eftir því,“ segir Eva Laufey og hlær. „En það var ótrúlega gaman þetta ferli og teymið í kringum bókina stórkostlegt, hefði aldrei geta þetta án þeirra.“ Eva Laufey segist alltaf vera að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar hún fær tækifæri til þess að vinna með hæfileikaríku fólki. „Eins og sagði þá var ég búin að skrifa handritið fyrir löngu en ég ákvað engu að síður að umbreyta því öllu og endurskrifaði þær nánast allar, eins og maður gerir, í tímaþröng. Kannski lærði ég bara að taka því aðeins rólega næst, í næstu bók.“ Eva er á fullu núna að kynna bókina og segir að það sé eitthvað skemmtilegasta sem hún fær að gera. „Svo er ég auðvitað í Ísland í dag þar sem ég fæ tækifæri til þess að hitta fólk og núna fyrir jólin er ég svolítið að einbeita mér að jólamatnum og heimsæki sælkera. Einnig er ég að vinna að sjónvarpsþáttum sem fara í sýningu eftir áramót á Stöð 2 en þar fylgi ég einmitt bókinni minni eftir og fæ til mín góða gesti í eldhúsið. Svo er ég auðvitað bara að jólast eins og ég get og nýt þess í botn með fjölskyldunni minni.“Eva Laufey deilir einni uppskrift með lesendum úr bókinni og má finna hana HÉR á Vísi.
Eva Laufey Íslendingar erlendis Matur Viðtal Tengdar fréttir Uppskrift: Beef Wellington Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. 8. desember 2019 22:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Uppskrift: Beef Wellington Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. 8. desember 2019 22:00