Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 12:00 Tólf mál eru til rannsóknar þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms. Getty/scyther5 Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30