Lífið í Katar ólíkt því sem Aron Einar og Kristbjörg höfðu vanist Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 10:24 Kristbjörg og Aron búa nú í Katar eftir áralanga búsetu í Bretlandi. Vísir/EgillA Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm
Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira