Dómur yfir Jóhannesi staðfestur 6. desember 2019 16:31 Höfuðstöðvar Glitnis voru á Kirkjusandi. Getty Images/Arnaldur Halldorsson Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara. Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara.
Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30