Fær ekki milljónirnar fyrir stolnar handfærarúllur Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:54 Báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður. Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður.
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira