Fjögurra fugla dagur hjá Valdísi Þóru varð að litlu á erfiðum lokakafla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles Valdís Þóra Jónsdóttir er í 56. sæti eftir fyrsta hringinn á á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar en það er Magical Kenya Ladies Open sem fer fram í Kenýa í Afríku. Valdís Þóra lék fyrstu átján holurnar á fjórum höggum yfir pari en það er óhætt að segja að fyrsti hringurinn hafi verið litríkur og þá sérstaklega seinni níu holurnar. Valdís Þóra byrjaði mjög vel, fékk tvo fugla á fyrri níu, og var þá á tveimur höggum undir pari. Hún var síðan komin þremur höggum undir pari eftir ellefu fyrstu holur dagsins. Síðustu sjö holurnar buðu aftur á móti upp á þrjá skramba og tvo skolla og Valdís Þóra tapaði þar sjö höggum. Valdís Þóra var fyrir mótið í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Lokamótið eru því mikilvæg fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er í 56. sæti eftir fyrsta hringinn á á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar en það er Magical Kenya Ladies Open sem fer fram í Kenýa í Afríku. Valdís Þóra lék fyrstu átján holurnar á fjórum höggum yfir pari en það er óhætt að segja að fyrsti hringurinn hafi verið litríkur og þá sérstaklega seinni níu holurnar. Valdís Þóra byrjaði mjög vel, fékk tvo fugla á fyrri níu, og var þá á tveimur höggum undir pari. Hún var síðan komin þremur höggum undir pari eftir ellefu fyrstu holur dagsins. Síðustu sjö holurnar buðu aftur á móti upp á þrjá skramba og tvo skolla og Valdís Þóra tapaði þar sjö höggum. Valdís Þóra var fyrir mótið í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Lokamótið eru því mikilvæg fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira