Hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi að hætti Jóhanns dansdómara Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 12:59 Jóhann Gunnar er mikill og góður matreiðslumaður. Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram. Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram.
Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira