Erlent

Þjóð­verjar vísa rúss­neskum erind­rekum úr landi vegna morðs

Atli Ísleifsson skrifar
Zelimkhan Khangoshvili var skotinn til bana á þessum stað í Kleiner Tiergarten í Berlín.
Zelimkhan Khangoshvili var skotinn til bana á þessum stað í Kleiner Tiergarten í Berlín. Getty
Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa tveimur rússneskum stjórnmálamönnum úr landi í tengslum rannsókn á morðmáli þar sem maður var skotinn til bana í almenningsgarði í höfuðborginni Berlín í ágúst síðastliðinn.

BBC greinir frá því að þýskum stjórnvöldum gruni að fulltrúar stjórnvalda í Rússlandi eða Téténíu beri ábyrgð á morðinu.

Ákvörðunin um að vísa embættismönnunum úr landi er tekin skömmu eftir að ríkissaksóknari Þýskalands tók yfir rannsóknina á málinu. Áður hafa þýsk stjórnvöld sakað Rússa um að aðstoða ekki við rannsókn málsins með fullnægjandi hætti.

Talsmaður rússneskra stjórnvalda hafa fordæmt ákvörðunina og kveðst ekki útiloka að Rússar muni svara í sömu mynt, það er að vísa þýskum erindrekum frá Rússlandi.

Zelimkhan Khangoshvili var sá sem drepinn var í almenningsgarðinum í Berlín í ágúst.EPA
Zelimkhan Khangoshvili, fertugur fyrrverandi leiðtogi téténskra uppreisnarmanna, var skotinn í höfuðið í Litla dýragarðinum (Kleiner Tiergarten) í ágúst síðastliðinn.

Lögregla handtók fljótlega mann í tengslum við málið, Vadim Adreevich Sokolov, en hann hefur litlar upplýsingar gefið. Sokolov var handtekinn eftir að það sást til hans kasta hjóli, byssu og hárkollu í ána Spree skömmu eftir morðið. Hann hafði þá flogið frá Moskvu til Charles de Gaulle flugvallar í París sex dögum fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×