Landráð? Kári Stefánsson skrifar 3. desember 2019 11:30 Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. Um það standa engar deilur. Menn eru hins vegar ekki sammála um það hvernig eigi að nýta hana þjóðinni til sem mestra hagsbóta. Sumir eru á þeirri skoðun að það sé best gert með því kvótakerfi sem nú er við lýði, aðrir halda því fram að það kerfi hlúi bara að útgerðarfyrirtækjunum á kostnað þjóðarinnar. Allir segjast þó vera á þeirri skoðun að það séu hagsmunir þjóðarinnar sem eigi að ráða ferð, sama hvaða kerfi sé notað til þess að stjórna veiðunum. Skýrsla sem Verðlagsstofa Skiptaverðs gerði um samanburð á verði makríls á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018 bendir hins vegar til þess að svo sé ekki, í það minnsta ekki alltaf. Þar sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%. Það er heimsmarkaður á makríl þannig að verðið í Noregi markaðist af heimsmarkaðsverðinu. Verðið á Íslandi markaðist af einhverju allt öðru. Heildartekjur útgerðarinnar íslensku af makríl á því ári voru um 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi. Það sem meira er þá sveiflaðist verðlag á aflanum sem var landað í Noregi eftir því hvernig heimsmarkaðsverð á makríl þróaðist. Á Íslandi var verðið nokkurn vegin það sama allt árið um kring, sem þýðir einfaldlega að það var ekki einungis þrisvar sinnum lægra heldur líka með öllu óháð raunverulegu verðmæti makrílsins. Og síðan hitt, það hlýtur að hafa verið verðsamráð meðal kaupendanna. Það ku vera nokkuð einhlít regla að útgerðarfyrirtækin stóru sem veiddu makrílinn eigi líka vinnslufyrirtækin og söluaðilina. Sagan segir að makríllinn hafi síðan verið seldur frá Íslandi til erlendra fyrirtækja í eigu útgerðarfyrirtækjanna. Á síðasta ári var meðalverð sem fékkst fyrir íslenska makrílinn 65% lægra en fyrir þann norska. Það var sem sagt prýðilegt tækifæri fyrir þessi erlendu fyrirtæki í eigu íslenskrar útgerðar til þess að selja makrílinn áfram á miklu hærra verði. Ef það sem að ofan greinir er rétt þá eru afleiðingar þess að útgerðirnar hafi gert sekar um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti: 1. Sjómenn sem veiddu makrílinn voru hlunnfarnir svo að um munar. Það má leiða að því rök að útgerðirnar hafi stolið af þeim stórfé. 2. Útgerðirnar stálu ekki bara fé af sjómönnunum heldur líka sveitafélögunum þar sem þeir greiddu sín opinberu gjöld. 3. Útgerðirnar hlunnfóru sveitarfélögin með því að greiða ekki hafnargjöld í samræmi við raunverulegt verðmæti aflans. 4. Útgerðirnar gáfu erlendum félögum, sem þær áttu, hluta af tekjum sínum og greiddu þarfaleiðandi ekki af þeim skatt. 5. Útgerðirnar stunduðu peningaþvætti í gegnum félögin, sem þær áttu í útlöndum. Útgerðirnar notuðu félögin til þess að fela tekjur og koma þeim undan skatti.Úr skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs.Nú veit ég ekki hvort þetta er eins og að ofan var rakið og vona sannarlega að svo sé ekki. Skýrsla Verðlagsstofu Skiptaverðs bendir hins vegar til þess að svo gæti verið, án þess að ég vilji leggja mat á líkurnar. En þar sem um er að ræða þann möguleika að það sé verið að stela af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn og það sem meira er, Alþingi verður að sjá til þess að það verði gert fljótt og á heiðarlegan máta. Það er ekki síður mikilvægt fyrir útgerðina en þjóðina alla. Það vekur hins vegar hjá mér óhug að það lítur út fyrir að þetta mál hafi nú þegar verið rætt bæði í þingnefndum og á fundum þingflokka stjórnmálaflokkanna, án þess að þeim hafi fundist ástæða til þess að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi. Hvernig skyldi dæmið líta út ef við tækjum með í reikninginn allar tegundir fiskjar sem útgerðarfyrirtækin veiða við strendur landsins?Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. Um það standa engar deilur. Menn eru hins vegar ekki sammála um það hvernig eigi að nýta hana þjóðinni til sem mestra hagsbóta. Sumir eru á þeirri skoðun að það sé best gert með því kvótakerfi sem nú er við lýði, aðrir halda því fram að það kerfi hlúi bara að útgerðarfyrirtækjunum á kostnað þjóðarinnar. Allir segjast þó vera á þeirri skoðun að það séu hagsmunir þjóðarinnar sem eigi að ráða ferð, sama hvaða kerfi sé notað til þess að stjórna veiðunum. Skýrsla sem Verðlagsstofa Skiptaverðs gerði um samanburð á verði makríls á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018 bendir hins vegar til þess að svo sé ekki, í það minnsta ekki alltaf. Þar sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%. Það er heimsmarkaður á makríl þannig að verðið í Noregi markaðist af heimsmarkaðsverðinu. Verðið á Íslandi markaðist af einhverju allt öðru. Heildartekjur útgerðarinnar íslensku af makríl á því ári voru um 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi. Það sem meira er þá sveiflaðist verðlag á aflanum sem var landað í Noregi eftir því hvernig heimsmarkaðsverð á makríl þróaðist. Á Íslandi var verðið nokkurn vegin það sama allt árið um kring, sem þýðir einfaldlega að það var ekki einungis þrisvar sinnum lægra heldur líka með öllu óháð raunverulegu verðmæti makrílsins. Og síðan hitt, það hlýtur að hafa verið verðsamráð meðal kaupendanna. Það ku vera nokkuð einhlít regla að útgerðarfyrirtækin stóru sem veiddu makrílinn eigi líka vinnslufyrirtækin og söluaðilina. Sagan segir að makríllinn hafi síðan verið seldur frá Íslandi til erlendra fyrirtækja í eigu útgerðarfyrirtækjanna. Á síðasta ári var meðalverð sem fékkst fyrir íslenska makrílinn 65% lægra en fyrir þann norska. Það var sem sagt prýðilegt tækifæri fyrir þessi erlendu fyrirtæki í eigu íslenskrar útgerðar til þess að selja makrílinn áfram á miklu hærra verði. Ef það sem að ofan greinir er rétt þá eru afleiðingar þess að útgerðirnar hafi gert sekar um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti: 1. Sjómenn sem veiddu makrílinn voru hlunnfarnir svo að um munar. Það má leiða að því rök að útgerðirnar hafi stolið af þeim stórfé. 2. Útgerðirnar stálu ekki bara fé af sjómönnunum heldur líka sveitafélögunum þar sem þeir greiddu sín opinberu gjöld. 3. Útgerðirnar hlunnfóru sveitarfélögin með því að greiða ekki hafnargjöld í samræmi við raunverulegt verðmæti aflans. 4. Útgerðirnar gáfu erlendum félögum, sem þær áttu, hluta af tekjum sínum og greiddu þarfaleiðandi ekki af þeim skatt. 5. Útgerðirnar stunduðu peningaþvætti í gegnum félögin, sem þær áttu í útlöndum. Útgerðirnar notuðu félögin til þess að fela tekjur og koma þeim undan skatti.Úr skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs.Nú veit ég ekki hvort þetta er eins og að ofan var rakið og vona sannarlega að svo sé ekki. Skýrsla Verðlagsstofu Skiptaverðs bendir hins vegar til þess að svo gæti verið, án þess að ég vilji leggja mat á líkurnar. En þar sem um er að ræða þann möguleika að það sé verið að stela af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn og það sem meira er, Alþingi verður að sjá til þess að það verði gert fljótt og á heiðarlegan máta. Það er ekki síður mikilvægt fyrir útgerðina en þjóðina alla. Það vekur hins vegar hjá mér óhug að það lítur út fyrir að þetta mál hafi nú þegar verið rætt bæði í þingnefndum og á fundum þingflokka stjórnmálaflokkanna, án þess að þeim hafi fundist ástæða til þess að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi. Hvernig skyldi dæmið líta út ef við tækjum með í reikninginn allar tegundir fiskjar sem útgerðarfyrirtækin veiða við strendur landsins?Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun