Lífið

Frosti og Máni fóru saman í pararáðgjöf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frosti hefur gengið í gegnum ýmislegt með Máni.
Frosti hefur gengið í gegnum ýmislegt með Máni. vísir/vilhelm
Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Frosti hefur starfað í útvarpi frá árinu 1999 og nánast allan tímann unnið með Þorkeli Mána. Saman hafa þeir verið með útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í yfir áratug. Stundum hefur það tekið á samband þeirra vina að starfa svona lengi saman.

„Við höfum verið í svona pararáðgjöf út af vinnusambandinu. Þetta er búið að vera langur tími og það hefur gengið á ýmsu. Ef ég á að vera væmin þá erum við bara eins og bræður og þetta er bara eins og fjölskyldumeðlimur sem er mjög tengdur manni. Það getur ýmislegt komið upp en allt er þetta í mesta bróðerni.“

Hann segir að þeir félagarnir hafi unnið saman í yfir tuttugu ár.

„Heilt yfir hefur allt gengið vel í 95 prósent af tímanum og virkilega gott samtarf. Þegar við fórum til ráðgjafa þá man ég ekki alveg út af hverju það var, en held að það hafi meira verið út af mér heldur en honum. Það var eitthvað vesen og við þurfum að leita okkur hjálpar varðandi samskiptin.“

Í þættinum ræðir Frosti einnig um Mínustímann skrautlega, hvernig það sé að vera mikið á milli tannanna á fólki fyrir skoðanir sínar, Harmageddon tímann og pararáðgjöf sem hann fór í með Mána, þegar hann tók ákvörðun á einu augabragði að hætta borða kjöt, föðurhlutverkið, föðurmissinn, um samband sitt við Helgu Gabríelu og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×