Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:34 Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun. Vísir/vilhelm Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31