Kaupir nýtt skip sem mun sigla til Þorlákshafnar Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:16 Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Smyril Line Skipafélagið Smyril Line hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og dönsku hafnarborgarinnar Hirtshals, með viðkomu í Færeyjum. Nýja ferjan mun fá nafnið Akranes, er 10.000 tonn og getur tekið hundrað vöruflutningavagna í hverri ferð. Fyrir rekur Smyril Like vöruflutningaferjuna Mykines, sem siglir til Þorlákshafnar, og farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að með tilkomu nýju ferjunnar verði flutningstíminn fyrir innflutning frá Danmörku og Færeyjum til Íslands styttur töluvert og þá verði boðið upp á nýja útflutningsleið, til dæmis fyrir fisk, um Danmörku til EvrópuLinda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril LineHaft er eftir Lindu Björk Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi að siglt verði vikulega frá miðjum janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals á Jótlandi með viðkomu í Færeyjum. „Farið verður frá Danmörku á föstudagseftirmiðdegi og komið til Íslands á mánudegi og er ég spennt að sjá hvernig þessari nýju inn- og útflutningsleið verður tekið, bæði fyrir fisk frá suðvesturhorninu í gegnum Danmörku til Evrópu og allskyns inn- og útflutning til og frá Skandinavíu og meginlandinu,“ segir Linda Björk.Systurskip Mykines Akranes bætist við fjögurra skipa flota Smyril Line þann 20. desember 2019. Hin skipin eru Norræna, Hvítanes, Eystnes og Mykines. Akranes er systurskip Mykines sem siglir milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi. Akranes, sem bar áður nafnið Bore Bank, var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Það var áður í eigu finnska skipafélagsins Bore, sem er hluti af Spliethoff samstæðunni og var þá í siglingum á Eystrasaltinu. Skipið verður skráð í Færeyjum og verða 24 í áhöfn. Færeyjar Ölfus Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Skipafélagið Smyril Line hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og dönsku hafnarborgarinnar Hirtshals, með viðkomu í Færeyjum. Nýja ferjan mun fá nafnið Akranes, er 10.000 tonn og getur tekið hundrað vöruflutningavagna í hverri ferð. Fyrir rekur Smyril Like vöruflutningaferjuna Mykines, sem siglir til Þorlákshafnar, og farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að með tilkomu nýju ferjunnar verði flutningstíminn fyrir innflutning frá Danmörku og Færeyjum til Íslands styttur töluvert og þá verði boðið upp á nýja útflutningsleið, til dæmis fyrir fisk, um Danmörku til EvrópuLinda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril LineHaft er eftir Lindu Björk Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi að siglt verði vikulega frá miðjum janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals á Jótlandi með viðkomu í Færeyjum. „Farið verður frá Danmörku á föstudagseftirmiðdegi og komið til Íslands á mánudegi og er ég spennt að sjá hvernig þessari nýju inn- og útflutningsleið verður tekið, bæði fyrir fisk frá suðvesturhorninu í gegnum Danmörku til Evrópu og allskyns inn- og útflutning til og frá Skandinavíu og meginlandinu,“ segir Linda Björk.Systurskip Mykines Akranes bætist við fjögurra skipa flota Smyril Line þann 20. desember 2019. Hin skipin eru Norræna, Hvítanes, Eystnes og Mykines. Akranes er systurskip Mykines sem siglir milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi. Akranes, sem bar áður nafnið Bore Bank, var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Það var áður í eigu finnska skipafélagsins Bore, sem er hluti af Spliethoff samstæðunni og var þá í siglingum á Eystrasaltinu. Skipið verður skráð í Færeyjum og verða 24 í áhöfn.
Færeyjar Ölfus Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira