Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 09:17 Borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn vegna þeirra veitinga sem í boði eru í ráðhúsinu. Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent