Sextándi desember er runninn upp og því átta dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina.
Vísir ætlar að telja niður til jóla með fallegu jólalagi úr safni sínu á hverjum degi.
Í dag býður Vísir upp á lagið Þegar jólin koma með Magna Ásgeirssyni og Heimi Eyvindarsyni. Þeir fluttu lagið á Jólalista Stöðvar 2 árið 2011.
Jólalag dagsins: Magni syngur Þegar jólin koma
