„Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu,“ sagði Hugrún Birta í samtali við Vísi daginn eftir að hún flaug til Póllands.

