Handbolti

Teitur hjá Kristianstad til 2022

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Teitur hefur skipað sér sess í byrjunarliði Kristianstad
Teitur hefur skipað sér sess í byrjunarliði Kristianstad vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta Teitur Örn Einarsson framlengdi í dag samning sinn við sænska félagið Kristianstad.

Teitur skrifaði undir samning til ársins 2011 en hann hefur verið hjá Kristianstad síðan sumarið 2018.

Á heimasíðu Kristianstad er talað um að Teitur hafi tekið miklum framförum í haust og sé ein besta skytta deildarinnar.

Hann hefur skorað 78 mörk í sænsku deildinni.

Kristianstad er í þriðja sæti sænsku deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Alingsås en með tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×