Innlent

Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum lokað vegna veðurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vetrarfærð er víða á landinu en þó með allra skásta móti á höfuðborgarsvæðinu.
Vetrarfærð er víða á landinu en þó með allra skásta móti á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Vegum á landinu fer fjölgandi sem lokað hefur verið umferð um sökum veðurs. Gular viðvaranir eru um stærstan hluta landsins en þó ekki á suðvesturhorninu, Vesturlandi og verstari hluta Vestfjarðarkjálkans.

Vegagerðin vekur athygli á því að vetrarfærð sé í öllum landhlutum. Þæfingsfærð er á köflum norðan - og austanlands og versnandi aðstæður nú seinni part dags. Búist er við ófærð víða. Einnig éljagangur eða snjókoma.

Öxnadalsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og sömu sögu er að segja um Víkurskarð. Hætt hefur verið við viðhaldsvinnu við Múlagöng vegna veðurs og auk þess hefur veginum í Öræfasveit verið lokað.

Siglufjarðarvegi hefur verið lokað og er vegurinn um Klettháls orðinn ófær og mokstri hætt. Þá hefur Gemlufallsheiði verið lokað tímabundið.

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að von sé á því að það bæti í vind og úrkomu í dag, verði heldur hægari um tíma á morgun en hvessi svo aftur á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×