Enn stelur Kertasníkir senunni þótt hann sé ekki kominn til byggða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 10:58 Hurðaskellir kíkti í heimsókn í Hæðargarð í gær og brá á leik. Hann er meðal vinsælustu jólasveinanna og getur vel við unað. Vísir/Vilhelm Fimmta árið í röð reyndist Kertasníkir hlutskarpastur jólasveinanna þegar kemur að vinsældum en 29% landsmanna átján ára og eldri tilnefndu Kertasníki sem sinn uppáhalds jólavein. Stúfur reyndist næstvinsælastur sem fyrr en saxaði aftur á móti verulega á forskot Kertasníkis og stökk úr 25% stuðningi í 28%. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. „Þegar sagan er skoðuð þá sjáum við að stuðningur við Stúf hefur rokið svona upp áður og má sjá vísbendingar um að vinsældir hans fylgi svolítið þeirri poppmenningu sem er uppi hverju sinni,“ segir í tilkynningu MMR. Í ár hafi til að mynda verið gefin út bókin Stúfur hættir að vera jólasveinn sem fengið hefur töluverða athygli og Stúfur sjálfur tekið þátt í almannatengslaherferð til að kynna bókina. Stúfur fór líka með himinskautum í vinsældum árið 2017, sama ár og hann var í aðahlutverki í jólalagi Baggalúts og Friðriks Dórs. Hurðaskellir fylgdi svo á eftir í þriðja sætinu með 11% tilnefninga en röðun þriggja vinsælustu jólasveinanna hefur haldist óbreytt frá því að mælingar hófust árið 2015. Sem fyrr reyndist föruneyti minnst við þá jólasveina sem temja sér að sleikja óhrein matarílát - þ.e. þeirra Askasleikis, Þvörusleikis og Pottaskefils. Jól Skoðanakannanir Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Jól Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fimmta árið í röð reyndist Kertasníkir hlutskarpastur jólasveinanna þegar kemur að vinsældum en 29% landsmanna átján ára og eldri tilnefndu Kertasníki sem sinn uppáhalds jólavein. Stúfur reyndist næstvinsælastur sem fyrr en saxaði aftur á móti verulega á forskot Kertasníkis og stökk úr 25% stuðningi í 28%. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. „Þegar sagan er skoðuð þá sjáum við að stuðningur við Stúf hefur rokið svona upp áður og má sjá vísbendingar um að vinsældir hans fylgi svolítið þeirri poppmenningu sem er uppi hverju sinni,“ segir í tilkynningu MMR. Í ár hafi til að mynda verið gefin út bókin Stúfur hættir að vera jólasveinn sem fengið hefur töluverða athygli og Stúfur sjálfur tekið þátt í almannatengslaherferð til að kynna bókina. Stúfur fór líka með himinskautum í vinsældum árið 2017, sama ár og hann var í aðahlutverki í jólalagi Baggalúts og Friðriks Dórs. Hurðaskellir fylgdi svo á eftir í þriðja sætinu með 11% tilnefninga en röðun þriggja vinsælustu jólasveinanna hefur haldist óbreytt frá því að mælingar hófust árið 2015. Sem fyrr reyndist föruneyti minnst við þá jólasveina sem temja sér að sleikja óhrein matarílát - þ.e. þeirra Askasleikis, Þvörusleikis og Pottaskefils.
Jól Skoðanakannanir Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Jól Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól