„Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. desember 2023 07:02 Í ár mun Elín Metta lesa fyrir próf í augnlæknisfræði og geðlæknisfræði. En síðastliðin ár hefur desember einkennst af akademískum prófum í læknisfræði. Elín Metta Jensen knattspyrnukona og læknanemi segir mikilvægt að eyða tíma með fjölskyldu og vinum á aðventunni til að hámarka huggulegheitin. Föndur, bæjarrölt og lakkrístoppar mömmu hennar séu þar efst á blaði Að sögn Elínar hafa akademísk jólapróf einkennt aðventuna síðastliðin ár. Í ár þurfi hún lesa fyrir próf í augnlæknisfræði og geðlæknisfræði á sama tíma og hún reynir að njóta hátíðarinnar. „Frekar góð blanda enda hefur því stundum verið hvíslað að mér, oftar en ég hef kært mig um, að augun séu spegill sálarinnar,“ segir Elín glettin. „Hvað sem því líður þá ætla ég að hafa það notalegt við lesturinn, kveikja á kertum í skammdeginu og fá mér piparkökur með gráðosti. Ef til vill tekur mamma upp á því að baka eins og eina tvær sortir, lakkrístopparnir eru í sérstöku uppáhaldi. Mamma mín, ég vona að þú lesir þetta,“ segir hún. Hámarks huggulegheit Þegar nær dregur jólum hyggst Elín verja tíma með fjölskyldu og vinum með tilheyrandi bæjarrölti og kaffihúsaheimsóknum. Þá segir hún fátt skemmtilegra en föndur og jólakortagerð í góðra vina hópi. „Kannski tökum við upp spil og spilum fallega. Systir mín er líka búin að bjóða mér í heita pottinn heima hjá sér. Það er gífurlega mikilvægt að virkja tengslanetið, sérstaklega á þessum árstíma, til þess að ná hámarks huggulegheitum,“ segir Elín og heldur áfram; „Í draumaheimi skelli ég Fairytale Of New York með keltnesku pönkurunum The Pogues á fóninn þegar mamma tendrar á aðventukertunum, það er hátíðleg athöfn sem ég mun ekki missa af. Mamma mín, taktu bara úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn.“ Jól Fótbolti Tengdar fréttir „Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Svona eru jólin með Audda og Sveppa Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Kertasníkir kom til byggða í nótt Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Að sögn Elínar hafa akademísk jólapróf einkennt aðventuna síðastliðin ár. Í ár þurfi hún lesa fyrir próf í augnlæknisfræði og geðlæknisfræði á sama tíma og hún reynir að njóta hátíðarinnar. „Frekar góð blanda enda hefur því stundum verið hvíslað að mér, oftar en ég hef kært mig um, að augun séu spegill sálarinnar,“ segir Elín glettin. „Hvað sem því líður þá ætla ég að hafa það notalegt við lesturinn, kveikja á kertum í skammdeginu og fá mér piparkökur með gráðosti. Ef til vill tekur mamma upp á því að baka eins og eina tvær sortir, lakkrístopparnir eru í sérstöku uppáhaldi. Mamma mín, ég vona að þú lesir þetta,“ segir hún. Hámarks huggulegheit Þegar nær dregur jólum hyggst Elín verja tíma með fjölskyldu og vinum með tilheyrandi bæjarrölti og kaffihúsaheimsóknum. Þá segir hún fátt skemmtilegra en föndur og jólakortagerð í góðra vina hópi. „Kannski tökum við upp spil og spilum fallega. Systir mín er líka búin að bjóða mér í heita pottinn heima hjá sér. Það er gífurlega mikilvægt að virkja tengslanetið, sérstaklega á þessum árstíma, til þess að ná hámarks huggulegheitum,“ segir Elín og heldur áfram; „Í draumaheimi skelli ég Fairytale Of New York með keltnesku pönkurunum The Pogues á fóninn þegar mamma tendrar á aðventukertunum, það er hátíðleg athöfn sem ég mun ekki missa af. Mamma mín, taktu bara úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn.“
Jól Fótbolti Tengdar fréttir „Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Svona eru jólin með Audda og Sveppa Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Kertasníkir kom til byggða í nótt Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla. 7. desember 2023 07:00