Sportpakkinn: Buffon jafnaði met en ótrúlegt NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Getty/Paolo Rattini Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira